Lyfja jók hagnað til muna í heimsfaraldri Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 14:41 Lyfja fjárfesti fyrir alls 412 milljónir króna á árinu 2020. Innleiðing nýrrar stefnu Lyfju hófst af fullum krafti á árinu með umbreytingu verslana, kaupum á rekstri apóteka, opnun nýrra apóteka, markaðsfærslu Lyfju appsins og umbreytingu á vöruvali. Lyfja Hagnaður fyrirtækjasamstæðu Lyfju nam 438 milljónum króna á síðasta ári og jókst um 51,6% frá 2019 þegar hann nam 289 milljónum króna. Tekjur samstæðunnar jukust um 15% frá fyrra ári og voru 12,2 milljarðar króna árið 2020 samanborið við 10,6 milljarða. Lyfja rekur lyfjaverslanir, heilsuvöruverslanir undir merkjum Heilsuhússins og heildsölu sem sérhæfir sig í innflutningi á heilsuvörum. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að framlegð af vörusölu hafi numið 33% á síðasta ári. Er álagning Lyfju sögð hafa farið lækkandi undanfarin ár, bæði vegna verðsamkeppni en einnig vegna ákvarðana Lyfjagreiðslunefndar. Beinn launakostnaður og starfsmanntengdur kostnaður vegna COVID-19 nam alls 50 milljónum króna á árinu. Að sögn stjórnenda hafði heimsfaraldurinn mikil áhrif á rekstur Lyfju á árinu og þurfti meðal annars að bregðast við miklum breytingum á neysluhegðun. „Lyfja hefur á að skipa hópi framúrskarandi starfsmanna, lyfjafræðinga, afgreiðslufólks, lyfjatækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga. Það er sýn okkar allra að lengja líf og auka lífsgæði, einfalda viðskiptavinum að koma í veg fyrir veikindi, bjóða heilbrigða og umhverfisvæna valkosti og vera til staðar þegar á þarf að halda. Árið 2020 var bæði krefjandi og árangursríkt í rekstri Lyfju, eitt það eftirminnilegasta á okkar starfsævi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju í tilkynningu. Alls starfa tæplega 350 starfsmenn hjá Lyfju samstæðunni í um 240 stöðugildum, um þriðjungur starfsmanna Lyfju eru sérhæfðir heilbrigðisstarfsmenn og 83% starfsmanna eru konur. Lyf Verslun Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Tekjur samstæðunnar jukust um 15% frá fyrra ári og voru 12,2 milljarðar króna árið 2020 samanborið við 10,6 milljarða. Lyfja rekur lyfjaverslanir, heilsuvöruverslanir undir merkjum Heilsuhússins og heildsölu sem sérhæfir sig í innflutningi á heilsuvörum. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að framlegð af vörusölu hafi numið 33% á síðasta ári. Er álagning Lyfju sögð hafa farið lækkandi undanfarin ár, bæði vegna verðsamkeppni en einnig vegna ákvarðana Lyfjagreiðslunefndar. Beinn launakostnaður og starfsmanntengdur kostnaður vegna COVID-19 nam alls 50 milljónum króna á árinu. Að sögn stjórnenda hafði heimsfaraldurinn mikil áhrif á rekstur Lyfju á árinu og þurfti meðal annars að bregðast við miklum breytingum á neysluhegðun. „Lyfja hefur á að skipa hópi framúrskarandi starfsmanna, lyfjafræðinga, afgreiðslufólks, lyfjatækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga. Það er sýn okkar allra að lengja líf og auka lífsgæði, einfalda viðskiptavinum að koma í veg fyrir veikindi, bjóða heilbrigða og umhverfisvæna valkosti og vera til staðar þegar á þarf að halda. Árið 2020 var bæði krefjandi og árangursríkt í rekstri Lyfju, eitt það eftirminnilegasta á okkar starfsævi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju í tilkynningu. Alls starfa tæplega 350 starfsmenn hjá Lyfju samstæðunni í um 240 stöðugildum, um þriðjungur starfsmanna Lyfju eru sérhæfðir heilbrigðisstarfsmenn og 83% starfsmanna eru konur.
Lyf Verslun Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira