Viðskipti innlent

Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, sést hér í landsleik gegn Frakklandi árið 2019.
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, sést hér í landsleik gegn Frakklandi árið 2019. Aðsend

Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group.

Í tilkynningunni segir að samningur NENT Group nái til sextíu íslenskra landsleikja en samtals verði 1200 landsleikjum streymt á Viaplay.

„Þegar íslenska landsliðið hefur leik í Þjóðadeildinni 2022 og í undankeppni EM 2024 geta íslenskir áhorfendur fylgst með öllu sem gerist á streymisveitunni Viaplay. Auk íslenska landsliðsins verður Viaplay heimili allra annarra landsleikja í Evrópu frá 2022-2028.

Kaupin á sýningarrétti frá landsleikjum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu koma í kjölfarið á kaupunum á sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildinni og UEFA Conference League, sem veitir íslenskum áskrifendum Viaplay aðgang að óviðjafnanlegu safni af knattspyrnuleikjum,“ segir í tilkynningu NENT Group.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,12
25
452.643
SJOVA
2,27
25
193.534
ARION
2,16
46
1.361.687
MAREL
2,04
39
582.450
SIMINN
1,85
14
350.533

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
2
3.406
ICESEA
-1,18
7
13.751
BRIM
0
6
15.074
ORIGO
0
4
13.235
EIM
0
9
215.249
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.