Skoðun

SÁÁ stendur á traustum fótum

Einar Hermannsson skrifar

Undanfarin misseri hefur verið mikil áskorun í starfi SÁÁ. Í ljósi þess að skjólstæðingar SÁÁ eru útsetttari fyrir smiti af COVID-19 en aðrir hefur starfsfólk samtakanna tekist að skipuleggja starfs samtakanna og spítala SÁÁ á þann hátt að allra smitvarna sé gætt. Með þeim hætti hefur tekist að halda uppi starfsemi innan sjúkrahússins Vogs sem og annari starfsemi samtakanna í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur á hverjum tíma. Kórónufaraldurinn hefur kallað á mikil viðbrögð í starfi samtakanna og hefur þurft að nálgast meðferð með nýjum hætti.

Á seinasta ári tók við ný stjórn sem hefur einsett sér að styrkja starfsemi samtakanna og treysta fjárhagsgrundvöll þeirra, sem og vinna með starfsfólki í að efla samtökin og þjónustu þeirra.

Samtökin hafa leitað nýrra leiða til að auka starfsánægjuna og meðal þess hafa samtökin látið framkvæma viðhorfskannanir meðal starfsfólk og sýna þær að starsfánægja meðal starfsmanna samtakana hefur aukist til muna undanfarið ár.

Rekstur samtakanna er alltaf mikil áskorun og nú um stundir er jafnvægi í rekstrinum, þó er töluverð óvissa með styttingu vinnutíma og samningsgerð við Sjúkratryggingar Íslands. Samtökin náðu ekki að setja álfasöluna í gang í fyrra en álfasalan fer í gang fljótlega. Samtökin eru gífurlega þakklát almenningi sem hefur stutt samtökin beint með fjárframlögum, því ekki hefur veitt af varðandi rekstur samtakanna á þessum erfiðum tímum. Í þessu sambandi vil ég f.h. samtakanna þakka öllum sem hafa stutt samtökin fjárhagslega, m.a. í gegnum fjáröflunarþátt samtakanna sem var unnin í samstarfi við RÚV í Desember. Stjórn samtakanna ákvað á síðasta ári að draga samtökin útur rekstri Íslandsspila, enda er það mat stjórnar að það fer ekki saman að sinna meðferð spilafíkla um leið og standa að rekstri spilakassa.

Stjórn samtakanna mun auka starfsemi samtakanna þegar tækifæri gefst gagnvart COVID-19 faraldrinum, m.a. auka félagsstarf samtakanna. Það eru því bjartir tímar framundan hjá SÁÁ.

Með sumarkveðju,

Einar Hermannsson

Höfundur er formaður SÁÁ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×