Þegar réttur eins kann að skaða annan Hildur Ösp Gylfadóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifa 23. apríl 2021 12:30 Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar