Hraðvirk réttindaskerðing Olga Margrét Cilia skrifar 23. apríl 2021 08:01 Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun