Skoðun og staðreyndir Þórir Guðmundsson skrifar 23. apríl 2021 08:33 Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert á síðustu þremur árum eins og sjá má á Topplista Gallup. Á sama tíma hefur framboð á greinum stóraukist. Það sýnir okkur að sú áhersla sem við höfum sett undanfarið á gæði aðsendra greina hefur borið árangur. Þeir tímar, er skoðanasíða Vísis var fyrst og fremst vefbirtingastaður greina úr Fréttablaðinu, eru liðnir. Eftir aðskilnaðinn við Fréttablaðið hefur skoðanasíða Vísis vaxið og dafnað, öðlast eigið líf og er orðinn mikilvægur vettvangur lifandi samfélagsumræðu í landinu. Af því erum við gífurlega stolt. Ritstýrður vettvangur Við birtum flestar greinar en ekki allar. Við viljum tryggja ákveðin gæði. Greinar sem við birtum þurfa að standast almennar kröfur um málfar, stafsetningu, lengd, læsileika og sannleiksgildi staðhæfinga. Þær mega ekki vera í andstöðu við lög, þar á meðal ákvæði um hatursorðræðu og ærumeiðingar. Við birtum ekki greinar ef augljós tilgangur þeirra er að auglýsa vöru eða þjónustu. Skoðanahluti Vísis er vettvangur skoðanaskipta einstaklinga en ekki fréttatilkynninga, fræðigreina eða formlegra yfirlýsinga stofnana eða samtaka. Lesendur vefs þurfa að geta gengið að því sem vísu að efnisflokkurinn Skoðun innihaldi greinar þar sem fólk teflir fram sínum skoðunum. Veðurfréttir og vísindagreinar eiga þannig almennt ekki heima undir merkjum skoðunar – nema kannski ef um er að ræða skoðun á veðri eða vísindum. Þú mátt hafa þínar skoðanir en ekki þínar eigin staðreyndir Yfirleitt þarf ekki að fara mjög nákvæmlega yfir greinar fyrir birtingu. Langflestir þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og halda sig innan þeirra. Ein undantekning er þó, sem við höfum aðeins fundið fyrir, en það er þegar greinahöfundar sigla undir flaggi vísindalegrar nálgunar og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar– sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar eða staðlausa stafi í búningi fræðilegrar umfjöllunar. Og, frómt frá sagt, þá eru umsjónarmenn skoðanasíðu Vísis ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Að því sögðu, þá þurfa greinar almennt að geta staðist fljótlegt staðreyndatékk, hvort sem þær eru fræðigreinar eða ekki. Greinum hefur þannig verið hafnað til birtingar eftir að falla á fyrsta prófi þegar staðhæfingar eru sannreyndar, hlekkir skoðaðir og einföld leit á vefnum leiðir eitthvað allt annað í ljós en höfundur er að halda fram. Daniel Patrick Moynihan, virtur bandarískur þingmaður sem nú er látinn, sagði einhvern tíma, „Þú átt rétt á að hafa þínar skoðanir. En þú átt ekki rétt á að hafa þínar eigin staðreyndir.“ Það er góð regla. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert á síðustu þremur árum eins og sjá má á Topplista Gallup. Á sama tíma hefur framboð á greinum stóraukist. Það sýnir okkur að sú áhersla sem við höfum sett undanfarið á gæði aðsendra greina hefur borið árangur. Þeir tímar, er skoðanasíða Vísis var fyrst og fremst vefbirtingastaður greina úr Fréttablaðinu, eru liðnir. Eftir aðskilnaðinn við Fréttablaðið hefur skoðanasíða Vísis vaxið og dafnað, öðlast eigið líf og er orðinn mikilvægur vettvangur lifandi samfélagsumræðu í landinu. Af því erum við gífurlega stolt. Ritstýrður vettvangur Við birtum flestar greinar en ekki allar. Við viljum tryggja ákveðin gæði. Greinar sem við birtum þurfa að standast almennar kröfur um málfar, stafsetningu, lengd, læsileika og sannleiksgildi staðhæfinga. Þær mega ekki vera í andstöðu við lög, þar á meðal ákvæði um hatursorðræðu og ærumeiðingar. Við birtum ekki greinar ef augljós tilgangur þeirra er að auglýsa vöru eða þjónustu. Skoðanahluti Vísis er vettvangur skoðanaskipta einstaklinga en ekki fréttatilkynninga, fræðigreina eða formlegra yfirlýsinga stofnana eða samtaka. Lesendur vefs þurfa að geta gengið að því sem vísu að efnisflokkurinn Skoðun innihaldi greinar þar sem fólk teflir fram sínum skoðunum. Veðurfréttir og vísindagreinar eiga þannig almennt ekki heima undir merkjum skoðunar – nema kannski ef um er að ræða skoðun á veðri eða vísindum. Þú mátt hafa þínar skoðanir en ekki þínar eigin staðreyndir Yfirleitt þarf ekki að fara mjög nákvæmlega yfir greinar fyrir birtingu. Langflestir þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og halda sig innan þeirra. Ein undantekning er þó, sem við höfum aðeins fundið fyrir, en það er þegar greinahöfundar sigla undir flaggi vísindalegrar nálgunar og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar– sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar eða staðlausa stafi í búningi fræðilegrar umfjöllunar. Og, frómt frá sagt, þá eru umsjónarmenn skoðanasíðu Vísis ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Að því sögðu, þá þurfa greinar almennt að geta staðist fljótlegt staðreyndatékk, hvort sem þær eru fræðigreinar eða ekki. Greinum hefur þannig verið hafnað til birtingar eftir að falla á fyrsta prófi þegar staðhæfingar eru sannreyndar, hlekkir skoðaðir og einföld leit á vefnum leiðir eitthvað allt annað í ljós en höfundur er að halda fram. Daniel Patrick Moynihan, virtur bandarískur þingmaður sem nú er látinn, sagði einhvern tíma, „Þú átt rétt á að hafa þínar skoðanir. En þú átt ekki rétt á að hafa þínar eigin staðreyndir.“ Það er góð regla. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun