Viðskipti innlent

55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá Salt­Pay

Eiður Þór Árnason skrifar
SaltPay hefur unnið að því að skipta út greiðslukerfi Borgunar.
SaltPay hefur unnið að því að skipta út greiðslukerfi Borgunar. Vísir/Vilhelm

Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi.

Þetta herma heimildir Viðskiptablaðsins. SaltPay greindi frá því á mánudag að ákveðið hafi verið að fækka starfsfólki umtalsvert hér á landi en ekki fékkst gefinn upp nákvæmur fjöldi.

Að sögn fyrirtækisins höfðu breytingarnar aðallega áhrif á starfsfólk sem starfaði við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var deildarstjóra sömuleiðis sagt upp auk fólks í lögfræðiteymi og áhættustýringu.

SaltPay lauk kaupum sínum á 96% hlut í Borgun í júlí í fyrra. Síðan þá hafa minnst 107 misst vinnuna hjá fyrirtækinu en SaltPay segist einnig haf hafa ráðið tugi starfsmanna síðastliðið ár.

Fram kom í tilkynningu á þriðjudag að frá kaupum alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækisins á Borgun hafi verið unnið að því að skipta út greiðslukerfi Borgunar.

„Sú vinna hefur staðið yfir og er komin á það stig að ekki verður þörf fyrir allt það starfsfólk sem sinnt hefur gamla kerfinu. Af þessu leiðir að fækkun verður á hugbúnaðarsviði, auk þess sem aukin sjálfvirkni og bætt tækni hefur áhrif til fækkunar á öðrum sviðum.“


Tengdar fréttir

Ráku 10 en vilja ráða 60

Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×