Viðskipti erlent

Bein útsending: Apple sýnir ný tæki og tól

Samúel Karl Ólason skrifar
Horft upp í glerjað loftið á verslun Apple í New York.
Horft upp í glerjað loftið á verslun Apple í New York. Getty/Eric Thayer

Tæknirisinn Apple heldur í dag vorkynningu sína. Búist er við því að fyrirtækið muni kynna nýjar spjaldtölvur, tölvur, AirTags og fleira. Ekki stendur til að kynna nýja síma.

Eins og alltaf hvílir mikil leynd á kynningu Apple en fjölmiðlar vestanhafs eru duglegir við að vakta fyrirtækið.

Í frétt Verge segir að sérstaklega sé búist við því að Apple muni kynna nýja og stærri spjaldtölvur. Það er, tvær nýjar tegundir af iPad, þar sem önnur er með ellefu tommu skjá og hin með 12,9 tommu skjá.

Talið er líklegt að Apple kynni einnig AirTags. Það eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple.

Einnig hefur verið á kreiki orðrómur um ný heyrnartól. Ný AirPods sem hafi tekið töluverðum breytingum frá síðustu kynslóð.

Meðal annars hafur því einnig verið haldið fram að Apple muni kynna uppfærslu á Apple TV. Það kom fyrst út árið 2007 og er ein elsta vara fyrirtækisins í sölu.

Kynningin hefst klukkan fimm og má fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,91
21
299.001
SKEL
2,42
10
16.966
HAGA
1,63
35
359.242
EIK
0,93
15
350.514

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-3,48
60
559.397
ICESEA
-2,92
13
53.318
SIMINN
-2,73
20
361.506
VIS
-2,25
28
427.197
ARION
-2,15
87
1.048.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.