Græðgi á fótboltavellinum Guðmundur Auðunsson skrifar 19. apríl 2021 16:00 Fótboltinn eins og við þekkjum hann í dag varð til og þróaðist í verkamannahverfum Englands á seinni hluta 19. aldarinnar. Þaðan breiddist hann fljótt út um allan heim, helst meðal verkafólks og í fátækrahverfum heimsbyggðarinnar. Hvers vegna það gerðist er auðvelt að skilja. Leikmenn þurfa ekki mikið til að byrja. Hægt er að búa til tuðru úr litlu og berfætt börn á moldugum götum hvort sem er í Brasilíu, Bretlandi, Afríku eða á ströndinni við Akranes geta æft knattfimi með félögum sínum af litum efnum og hefur mörg stórstjarna leiksins hafið feril sinn á slíkan hátt. Úr fátækrahverfunum, af moldargötunum eða af sandströndinni er auðvelt að færa sig yfir í hinn skipulagða leik og taka þátt í keppnum sem eru spilaðar samkvæmt reglum sem birtar voru við stofnun enska knattspyrnusambandsins árið 1863. Fyrsta deildarkeppnin var sett af stað af klúbbum í verkamannaborgum og bæjum norður- og mið Englands árið 1888. Stofnfélagar í ensku deildinni voru Accrington, Aston Villa, Blackburn Rovers, Bolton Wanderers, Burnley, Derby County, Everton, Notts County, Preston North End, Stoke, West Bromwich Albion og Wolverhampton Wanderersog varð Preston fyrsti Englandsmeistarinn. Öll þessi lið spila enn og eru þau öll í deildarkeppninni utan elsta liðs heims, Notts County, sem féll úr deildarkeppninni í fyrra og spilar nú í E deildinn, þar sem lið komast upp og falla niður samkvæmt árangri. Og þar sjáum við einmitt lykil þátt deildarkeppninnar. Öll lið geta færst milli deilda eftir árangri og minna þekkt lið eiga þá möguleika að ná upp í efstu deild og spila um sjálfan Englandsmeistaratitilinn og jafnvel vinna, eins og Leicester sýndi fyrir nokkrum árum, lið sem var bara nýlega komið upp í efstu deild á ný. En nú hefur græðgin fullkomlega tekið völdin í hinum fallega leik (e. The Beautiful Game). Með tilkomu alþjóðlegra fjölmiðlarisa var enska Úrvalsdeildin (e. The Premier League) stofnuð á 10. áratug síðustu aldar. Markmiðið var að hámarka tekjur af sjónvarpsútsendingum til „topp liða“ á kostnað annara liða. En deildin var samt þvinguð til þess að hafa hana opna og lið héldu áfram að falla og komast upp um deild. Einnig var Úrvalsdeilin skikkuð til að leggja hluta fjármagnsins til grasrótarinnar í fótboltanum og til neðri deildanna. Með sjónvarpspeningunum urðu Evrópukeppnirnar einnig mjög mikilvægar og skipti gífurlega miklu máli fyrir lið að berjast fyrir sæti í þeim deildum í gegnum heimadeildirnar. En fyrir eigendur sumra liða var einmitt það að lið þyrftu að berjast fyrir sæti í Evrópukeppnunum ávísun á minni gróða og fóru því nokkrir bandarískir eigendur enskra liða að berjast fyrir því að stofnuð yrði „lokuð deild“ í anda bandarískra íþróttakeppna þar sem hættan á falli væri einfaldlega þurrkuð út og deildirnar lokaðar. Nú hafa þeir gráðugu stigið skrefið til fulls og ætla nú að stofna evrópska „ofurdeild“ þar sem ákveðin lið gætu einfaldlega ekki fallið úr keppni svo þeir geti setið einir að gróðanum. 6 ensk lið, 3 spænsk og þrjú ítölsk lið; Manchester City, Manchester United, Liverpool, Chelsea, Arsenal, Tottenham, Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid, Juventus, Inter Milan og AC Milan. Góðu heilli hafa þýsk og frönsk lið (enn sem komið er) neitað að taka þátt í þessari nöktu græðgisvæðingu á fótboltanum. Og flestir stuðningsmenn þessara liða og aðdáendur fótboltans almennt eru æfir. En fyrir eigendurna skipta stuðningsmennirnir litlu máli, markmiðið er að græða sem mest. Fyrir þeim er spurningin ekki um stuðningmenn heldur neytendur. Fótboltinn er ekki íþrótt, ekki félagslegt fyrirbæri heldur einungis tæki til að græða sem mest. Gegn þessari græðgisvæðingu verður samfélagið að sýna fulla hörku. Það á að gera þessi lið brottræk úr deildarkeppnunum, það á einfaldlega að banna liðum utan keppninnar að selja leikmenn til þessara ræningjaliða og banna öllum leikmönnum þessara liða að keppa fyrir lands sitt á alþjóðlegum mótum. Þá sjáum við líka hvaða leikmenn skipta peningar meira máli en allt annað. Á móti á að hlúa að grasrótinni, dreifa tekjum af sjónvarpsútsendingum á sem sanngjarnastan hátt og nota tækifærið að taka upp kerfi eins og er við líði í Þýskalandi þar sem stuðningsmenn liða ráða í raun mestu með því að skilda lið til þess að vera í meirihlutaeigu stuðningsmanna félaganna. Viðspyrnan gegn græðgisöflunum er þegar hafin og hafa fjölmargar fótboltastjörnur og stuðningsmenn ráðist harkalega gegn óskapnaðinum. Rio Ferdinand, fyrrum fyrirliði Manchester United og Englands, orðaði þetta þannig: „Þetta er stríð gegn fótboltanum. Þetta er skammarlegt og gegn öllu sem fótboltinn snýst um. Þetta er lokaður hópur og snýst algjörlega og eingöngu um eitt, peninga. Þeir ríku verða ríkari og hinir skipta ekki máli. Það er engin áhugi á sögunni og fyrir þeim sem eru neðar í pýramídanum. Þetta er skammarlegt og ég trúi því varla. Hvernig voga þeir sér að gera þetta í því umhverfi sem við búum við nú með farsóttinni út um allan heim.“ Þessi aðför að fótboltanum er bara ein birtingarmynd græðgiskapítalismans. Hann græðgisvæðir allt sem hann kemur nálægt. Allt snýst um að hámarka gróðann, að taka verðmæti samfélagsins og setja verðmiða á það. Fótboltinn spratt úr jarðvegi almennings og hefur sem slíkur verðmæti sem eru algjörlega óháð verðmiðum sem græðgisöflin setja á hann. Fótboltinn er sameiginleg eign kynslóðanna, ég gleymi því aldrei þegar ég tók syni mína til þess að sjá sinn fyrsta fótbóltaleik. Spenningurinn, samkenndin með öðrum stuðningmönnum og band varð til milli föður og sonar sem aldrei brestur. Fótboltinn er bara eitt samfélagsverðmætið sem kapítalisminn og græðgin vilja verðmerkja. En sem slíkur hefur hann mikið gildi og vonandi hafa græðgisöflin gengið of langt og samfélagið standi upp og verji sinn félagslega auð frá klóm kapítalismans. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og fótboltaáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fótboltinn eins og við þekkjum hann í dag varð til og þróaðist í verkamannahverfum Englands á seinni hluta 19. aldarinnar. Þaðan breiddist hann fljótt út um allan heim, helst meðal verkafólks og í fátækrahverfum heimsbyggðarinnar. Hvers vegna það gerðist er auðvelt að skilja. Leikmenn þurfa ekki mikið til að byrja. Hægt er að búa til tuðru úr litlu og berfætt börn á moldugum götum hvort sem er í Brasilíu, Bretlandi, Afríku eða á ströndinni við Akranes geta æft knattfimi með félögum sínum af litum efnum og hefur mörg stórstjarna leiksins hafið feril sinn á slíkan hátt. Úr fátækrahverfunum, af moldargötunum eða af sandströndinni er auðvelt að færa sig yfir í hinn skipulagða leik og taka þátt í keppnum sem eru spilaðar samkvæmt reglum sem birtar voru við stofnun enska knattspyrnusambandsins árið 1863. Fyrsta deildarkeppnin var sett af stað af klúbbum í verkamannaborgum og bæjum norður- og mið Englands árið 1888. Stofnfélagar í ensku deildinni voru Accrington, Aston Villa, Blackburn Rovers, Bolton Wanderers, Burnley, Derby County, Everton, Notts County, Preston North End, Stoke, West Bromwich Albion og Wolverhampton Wanderersog varð Preston fyrsti Englandsmeistarinn. Öll þessi lið spila enn og eru þau öll í deildarkeppninni utan elsta liðs heims, Notts County, sem féll úr deildarkeppninni í fyrra og spilar nú í E deildinn, þar sem lið komast upp og falla niður samkvæmt árangri. Og þar sjáum við einmitt lykil þátt deildarkeppninnar. Öll lið geta færst milli deilda eftir árangri og minna þekkt lið eiga þá möguleika að ná upp í efstu deild og spila um sjálfan Englandsmeistaratitilinn og jafnvel vinna, eins og Leicester sýndi fyrir nokkrum árum, lið sem var bara nýlega komið upp í efstu deild á ný. En nú hefur græðgin fullkomlega tekið völdin í hinum fallega leik (e. The Beautiful Game). Með tilkomu alþjóðlegra fjölmiðlarisa var enska Úrvalsdeildin (e. The Premier League) stofnuð á 10. áratug síðustu aldar. Markmiðið var að hámarka tekjur af sjónvarpsútsendingum til „topp liða“ á kostnað annara liða. En deildin var samt þvinguð til þess að hafa hana opna og lið héldu áfram að falla og komast upp um deild. Einnig var Úrvalsdeilin skikkuð til að leggja hluta fjármagnsins til grasrótarinnar í fótboltanum og til neðri deildanna. Með sjónvarpspeningunum urðu Evrópukeppnirnar einnig mjög mikilvægar og skipti gífurlega miklu máli fyrir lið að berjast fyrir sæti í þeim deildum í gegnum heimadeildirnar. En fyrir eigendur sumra liða var einmitt það að lið þyrftu að berjast fyrir sæti í Evrópukeppnunum ávísun á minni gróða og fóru því nokkrir bandarískir eigendur enskra liða að berjast fyrir því að stofnuð yrði „lokuð deild“ í anda bandarískra íþróttakeppna þar sem hættan á falli væri einfaldlega þurrkuð út og deildirnar lokaðar. Nú hafa þeir gráðugu stigið skrefið til fulls og ætla nú að stofna evrópska „ofurdeild“ þar sem ákveðin lið gætu einfaldlega ekki fallið úr keppni svo þeir geti setið einir að gróðanum. 6 ensk lið, 3 spænsk og þrjú ítölsk lið; Manchester City, Manchester United, Liverpool, Chelsea, Arsenal, Tottenham, Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid, Juventus, Inter Milan og AC Milan. Góðu heilli hafa þýsk og frönsk lið (enn sem komið er) neitað að taka þátt í þessari nöktu græðgisvæðingu á fótboltanum. Og flestir stuðningsmenn þessara liða og aðdáendur fótboltans almennt eru æfir. En fyrir eigendurna skipta stuðningsmennirnir litlu máli, markmiðið er að græða sem mest. Fyrir þeim er spurningin ekki um stuðningmenn heldur neytendur. Fótboltinn er ekki íþrótt, ekki félagslegt fyrirbæri heldur einungis tæki til að græða sem mest. Gegn þessari græðgisvæðingu verður samfélagið að sýna fulla hörku. Það á að gera þessi lið brottræk úr deildarkeppnunum, það á einfaldlega að banna liðum utan keppninnar að selja leikmenn til þessara ræningjaliða og banna öllum leikmönnum þessara liða að keppa fyrir lands sitt á alþjóðlegum mótum. Þá sjáum við líka hvaða leikmenn skipta peningar meira máli en allt annað. Á móti á að hlúa að grasrótinni, dreifa tekjum af sjónvarpsútsendingum á sem sanngjarnastan hátt og nota tækifærið að taka upp kerfi eins og er við líði í Þýskalandi þar sem stuðningsmenn liða ráða í raun mestu með því að skilda lið til þess að vera í meirihlutaeigu stuðningsmanna félaganna. Viðspyrnan gegn græðgisöflunum er þegar hafin og hafa fjölmargar fótboltastjörnur og stuðningsmenn ráðist harkalega gegn óskapnaðinum. Rio Ferdinand, fyrrum fyrirliði Manchester United og Englands, orðaði þetta þannig: „Þetta er stríð gegn fótboltanum. Þetta er skammarlegt og gegn öllu sem fótboltinn snýst um. Þetta er lokaður hópur og snýst algjörlega og eingöngu um eitt, peninga. Þeir ríku verða ríkari og hinir skipta ekki máli. Það er engin áhugi á sögunni og fyrir þeim sem eru neðar í pýramídanum. Þetta er skammarlegt og ég trúi því varla. Hvernig voga þeir sér að gera þetta í því umhverfi sem við búum við nú með farsóttinni út um allan heim.“ Þessi aðför að fótboltanum er bara ein birtingarmynd græðgiskapítalismans. Hann græðgisvæðir allt sem hann kemur nálægt. Allt snýst um að hámarka gróðann, að taka verðmæti samfélagsins og setja verðmiða á það. Fótboltinn spratt úr jarðvegi almennings og hefur sem slíkur verðmæti sem eru algjörlega óháð verðmiðum sem græðgisöflin setja á hann. Fótboltinn er sameiginleg eign kynslóðanna, ég gleymi því aldrei þegar ég tók syni mína til þess að sjá sinn fyrsta fótbóltaleik. Spenningurinn, samkenndin með öðrum stuðningmönnum og band varð til milli föður og sonar sem aldrei brestur. Fótboltinn er bara eitt samfélagsverðmætið sem kapítalisminn og græðgin vilja verðmerkja. En sem slíkur hefur hann mikið gildi og vonandi hafa græðgisöflin gengið of langt og samfélagið standi upp og verji sinn félagslega auð frá klóm kapítalismans. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og fótboltaáhugamaður.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun