Framsókn kveikir kertin í svefnherberginu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:30 Í liðinni viku hvatti þingmaður Viðreisnar landann til að ferðast í svefnherberginu með það að markmiði að fjölga barnsfæðingum á landinu, en fæðingartíðni íslenskra kvenna hefur aldrei verið lægri. Ég get tekið undir með þingmanninum, við þurfum að viðhalda okkur og gott betur. Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Undir forystu Framsóknar hefur fæðingarorlof loksins verið aukið í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur og þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á sama tíma hefur feðraorlofið verið styrkt verulega og nærri því að jöfnun fæðingarorlofs milli foreldra sé náð. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldrarorlof náðust fram ýmsar nýjar breytingar í átt að jöfnun og réttlæti. Allt gert í þágu nýbakaðra foreldra og velferð barna. Farsæld barna Þá liggur fyrir velferðarnefnd til umfjöllunar frumvarp til laga frá félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu undir stjórn félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Hér er um mikilvæga og löngu tímabæra breytingar í samþætting þjónustu í þágu barna og snemmtæka stuðning. Með að stigskiptinga þjónustu allt frá fæðingu og til 18 ára aldurs. Með samræmdri stigskiptingu fæst yfirsýn yfir þjónustukerfi og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skilvirka og samfellda þjónustu við hæfi allra barna. Hreiðurgerð Margir kannast við það að þegar hugað er að fjölgun þá er samhliða farið að huga að hreiðurgerð. Það er okkur mikilvægt að búa fjölskyldunni öruggt skjól til að vaxta og dafna. Mikil gróska hefur verið í úrræðum í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Má þar nefna nýlega samþykkt úrræði á fasteignamarkaði, hlutdeildarlán. Það er úrræði sem gerir ungu fólki og tekjulágum kleift að eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og hafa farið mjög vel á stað. Eftirspurn eftir þessu úrræði hefur farið fram úr þeim væntingum sem talið var í upphafi, bæði í framboði og eftirspurn á húsnæði. Auk þess hefur verið farið í úrræði til að auka framboð á húsnæði á landsbyggðinni þar sem nýbyggingar hafa verið í lágmarki enda fasteignaverð verið langt undir bygginga kostnaði. Þetta eykur á samkeppnisaðstæður samfélaga út á landi og eykur valfrelsi til búsetu. Daufur er barnlaus bær Þá mætti segja að Framsóknarflokkurinn hafi "kveikt kertin" í svefnherberginu. Við hvetjum ungt fólk kinnroðalaust til barneigna. Stjórnvöld geta ekki búið til börn en þau geta búið svo um að það sé ákjósanlegt að bjóða barn velkomið í heiminn. Góðar stundir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hvatti þingmaður Viðreisnar landann til að ferðast í svefnherberginu með það að markmiði að fjölga barnsfæðingum á landinu, en fæðingartíðni íslenskra kvenna hefur aldrei verið lægri. Ég get tekið undir með þingmanninum, við þurfum að viðhalda okkur og gott betur. Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Undir forystu Framsóknar hefur fæðingarorlof loksins verið aukið í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur og þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á sama tíma hefur feðraorlofið verið styrkt verulega og nærri því að jöfnun fæðingarorlofs milli foreldra sé náð. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldrarorlof náðust fram ýmsar nýjar breytingar í átt að jöfnun og réttlæti. Allt gert í þágu nýbakaðra foreldra og velferð barna. Farsæld barna Þá liggur fyrir velferðarnefnd til umfjöllunar frumvarp til laga frá félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu undir stjórn félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Hér er um mikilvæga og löngu tímabæra breytingar í samþætting þjónustu í þágu barna og snemmtæka stuðning. Með að stigskiptinga þjónustu allt frá fæðingu og til 18 ára aldurs. Með samræmdri stigskiptingu fæst yfirsýn yfir þjónustukerfi og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skilvirka og samfellda þjónustu við hæfi allra barna. Hreiðurgerð Margir kannast við það að þegar hugað er að fjölgun þá er samhliða farið að huga að hreiðurgerð. Það er okkur mikilvægt að búa fjölskyldunni öruggt skjól til að vaxta og dafna. Mikil gróska hefur verið í úrræðum í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Má þar nefna nýlega samþykkt úrræði á fasteignamarkaði, hlutdeildarlán. Það er úrræði sem gerir ungu fólki og tekjulágum kleift að eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og hafa farið mjög vel á stað. Eftirspurn eftir þessu úrræði hefur farið fram úr þeim væntingum sem talið var í upphafi, bæði í framboði og eftirspurn á húsnæði. Auk þess hefur verið farið í úrræði til að auka framboð á húsnæði á landsbyggðinni þar sem nýbyggingar hafa verið í lágmarki enda fasteignaverð verið langt undir bygginga kostnaði. Þetta eykur á samkeppnisaðstæður samfélaga út á landi og eykur valfrelsi til búsetu. Daufur er barnlaus bær Þá mætti segja að Framsóknarflokkurinn hafi "kveikt kertin" í svefnherberginu. Við hvetjum ungt fólk kinnroðalaust til barneigna. Stjórnvöld geta ekki búið til börn en þau geta búið svo um að það sé ákjósanlegt að bjóða barn velkomið í heiminn. Góðar stundir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar