Samhæfð sundfimi (e. synchronized swimming) Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 16. apríl 2021 07:02 Sveitarfélögin vinna saman á mörgum sviðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði. Hagsmunir íbúanna Hagsmunir íbúanna eru nefnilega þeir að þau vinni saman að sem flestu, að ekki séu hindranir á milli þeirra, í þjónustu, aðgengi að afþreyingu eða samgöngum. Að þau vinni saman að virkum samgöngum eins og hjóla og göngustígum. Þetta þarf ekki að hafa neitt með það að gera að sveitarfélögin geti verið sjálfstæðar einingar í sumu, bara að þau teygi sig í átt til íbúanna með samvinnu í þjónustuþáttum sem skipta íbúana máli í daglegu lífi. Íþróttastarf er vettvangur sem sveitarfélögin eru sterk í og þau kosta flest umtalsverðum upphæðum til þess. Börn og ungmenni geta farið á milli sveitarfélaga og stundað æfingar hjá félagi í nágrannasveitarfélagi. Þetta finnst okkur flestum sjálfsagt. Svipað á víða við um tónlistar og listnám, og einnig um margskonar annað tómstundastarf. Samræmt sundkort Svona ætti þetta líka að vera þegar kemur að sundlaugunum. Væri ekki frábært ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með samræmt sundkort. Afsláttarkort eins og þau eru flest með hvort eð er. Þetta gætu bæði verið fjölskyldukort og einstaklingskort. Íbúar gætu þá farið á milli lauga og kynnst lauginni í næsta byggðarlagi eða þar næsta. Án þess að það leiddi til verulegra útgjalda. Sundkort frá einum gilti alls staðar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum öll að hreyfa okkur, og sundferð er ágætis leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera eitthvað saman án umtalsverðs kostnaðar. Ég beini því hér með til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að drífa í þessu fyrir sumarið, í seinasta lagi fyrir haustið. Það væri sannarlega skemmtileg viðbót við annars ágætt samstarf þeirra á mörgum sviðum. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarmál Sundlaugar Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin vinna saman á mörgum sviðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði. Hagsmunir íbúanna Hagsmunir íbúanna eru nefnilega þeir að þau vinni saman að sem flestu, að ekki séu hindranir á milli þeirra, í þjónustu, aðgengi að afþreyingu eða samgöngum. Að þau vinni saman að virkum samgöngum eins og hjóla og göngustígum. Þetta þarf ekki að hafa neitt með það að gera að sveitarfélögin geti verið sjálfstæðar einingar í sumu, bara að þau teygi sig í átt til íbúanna með samvinnu í þjónustuþáttum sem skipta íbúana máli í daglegu lífi. Íþróttastarf er vettvangur sem sveitarfélögin eru sterk í og þau kosta flest umtalsverðum upphæðum til þess. Börn og ungmenni geta farið á milli sveitarfélaga og stundað æfingar hjá félagi í nágrannasveitarfélagi. Þetta finnst okkur flestum sjálfsagt. Svipað á víða við um tónlistar og listnám, og einnig um margskonar annað tómstundastarf. Samræmt sundkort Svona ætti þetta líka að vera þegar kemur að sundlaugunum. Væri ekki frábært ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með samræmt sundkort. Afsláttarkort eins og þau eru flest með hvort eð er. Þetta gætu bæði verið fjölskyldukort og einstaklingskort. Íbúar gætu þá farið á milli lauga og kynnst lauginni í næsta byggðarlagi eða þar næsta. Án þess að það leiddi til verulegra útgjalda. Sundkort frá einum gilti alls staðar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum öll að hreyfa okkur, og sundferð er ágætis leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera eitthvað saman án umtalsverðs kostnaðar. Ég beini því hér með til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að drífa í þessu fyrir sumarið, í seinasta lagi fyrir haustið. Það væri sannarlega skemmtileg viðbót við annars ágætt samstarf þeirra á mörgum sviðum. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar