Þegar meðferð eykur líkur á langvinnum verkjum Björn Hákon Sveinsson skrifar 16. apríl 2021 08:01 Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar