Ríkisjarðir á að selja bændum Haraldur Benediktsson skrifar 14. apríl 2021 14:00 Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Landbúnaður Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar