Viðskipti innlent

Ráðin í starf mann­auðs­stjóra Valitors

Atli Ísleifsson skrifar
Erla Sylvía Guðjónsdóttir.
Erla Sylvía Guðjónsdóttir. Valitor

Erla Sylvía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Valitor. Hún mun bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins á alþjóðavísu.

Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Erla Sylvía hafi starfað hjá Valitor frá árinu 2018 sem sérfræðingur á mannauðssviði Valitor. 

„Frá 2014-2018 starfaði hún sem gæða- og mannauðsstjóri hjá Bílaumboðinu Öskju og frá 2009-2014 sem fjármálaráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara. Erla Sylvía er með M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, B.S. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla og á einnig að baki nám í mannauðsstjórnun við CBS í Kaupmannahöfn.

 Þá hefur Erla Sylvía lokið stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) frá Háskólanum í Reykjavík sem og jógakennaranámi.

Valitor er greiðslulausnafyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á sviði færsluhirðingar, greiðslugátta og kortaútgáfu. Starfsmenn eru í dag rúmlega 200. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi með starfsstöð í Bretlandi og nær núverandi starfsemi til 28 landa,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.