Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2021 22:10 Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Verið er að landa loðnu úr Beiti. Einar Árnason Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. Síldarvinnslan, sem er 64 ára gamalt fyrirtæki, var áður í breiðri eign Norðfirðinga. Núna er Samherji stærsti hluthafinn, með um 44 prósenta hlut, en Samherjamenn hafa gefið það út að þeir vilji dreifðara eignarhald. Næst stærsti hluthafinn, Kjálkanes, með um 34 prósent, hyggst einnig minnka við sig. Séð yfir Neskaupstað. Norðfirðingar stofnuðu Síldarvinnsluna árið 1957.Einar Árnason Stjórn Síldarvinnslunnar kynnti í febrúar að stefnt væri að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands á fyrri hluta þessa árs. Í Neskaupstað er hvatt til þess að heimamenn grípi tækifærið. Einkum er horft til SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna, sem fram undir síðustu aldamót var helsti hluthafinn, en er núna sá þriðji stærsti með ellefu prósenta hlut. „SÚN er búið að ákveða það að við ætlum allavega ekki að selja neitt af okkar hlutabréfum. Við ætlum frekar að huga að því að kaupa hlutabréf, þó að ekki sé búið að ákveða hversu mikið það verður,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, í fréttum Stöðvar 2. Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, SÚN.Einar Árnason „Auðvitað vonast ég til að heimamenn sjái tækifæri í þessu, að kaupa eignarhluti,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. „Það sem er náttúrlega mikilvægt, hvort sem það er Síldarvinnslan eða önnur fyrirtæki, er að það sé bara traustur og góður eigendahópur. Ég held að það sé lykilatriðið,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, en hún er með 360 manns í vinnu og næst stærsta fyrirtæki Austurlands, á eftir Alcoa Fjarðaáli. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.Einar Árnason „Við höfum séð það bara hér í uppbyggingu á Síldarvinnslunni síðustu áratugina að þar hefur skipt gríðarlega miklu máli að hafa framsýna eigendur og öfluga stjórn að baki félaginu,“ segir Gunnþór. Í gegnum Samvinnufélagið hafa Norðfirðingar séð hluta af arðinum af Síldarvinnslunni renna til samfélagsverkefna. Í síðustu viku sögðum við frá skrifstofuklasanum Múlanum. Útsýnispallur við vitann austast í Neskaupstað er annað dæmi og SÚN, ásamt Síldarvinnslunni, lagði einnig til fé á móti ríkinu til að malbika Norðfjarðarflugvöll. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Við höfum styrkt sveitarfélagið, eða greiddum það nánast að fullu, að klæða félagsheimilið. Svo erum við með menningar- og viðurkenningarsjóð sem við veitum úr tvisvar á ári. Þar erum við oft að veita tugum milljóna bara í menningar- og íþróttaverkefni og ýmislegt fleira,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. „Að sjálfsögðu vill maður sjá þetta sem mest í eigu heimamanna. En fyrst og síðast að þetta sé góður rekstur. Þannig tryggir maður hann í sessi,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. 8. apríl 2021 09:31 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Bundið slitlag á Norðfjarðarflugvelli mun auðvelda sjúkraflug Kostnaður við framkvæmdirnar voru 158 milljónir króna og lögðu ríkið og sveitarfélagið saman fjármagn til verksins. 21. ágúst 2017 11:41 Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Síldarvinnslan, sem er 64 ára gamalt fyrirtæki, var áður í breiðri eign Norðfirðinga. Núna er Samherji stærsti hluthafinn, með um 44 prósenta hlut, en Samherjamenn hafa gefið það út að þeir vilji dreifðara eignarhald. Næst stærsti hluthafinn, Kjálkanes, með um 34 prósent, hyggst einnig minnka við sig. Séð yfir Neskaupstað. Norðfirðingar stofnuðu Síldarvinnsluna árið 1957.Einar Árnason Stjórn Síldarvinnslunnar kynnti í febrúar að stefnt væri að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands á fyrri hluta þessa árs. Í Neskaupstað er hvatt til þess að heimamenn grípi tækifærið. Einkum er horft til SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna, sem fram undir síðustu aldamót var helsti hluthafinn, en er núna sá þriðji stærsti með ellefu prósenta hlut. „SÚN er búið að ákveða það að við ætlum allavega ekki að selja neitt af okkar hlutabréfum. Við ætlum frekar að huga að því að kaupa hlutabréf, þó að ekki sé búið að ákveða hversu mikið það verður,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, í fréttum Stöðvar 2. Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, SÚN.Einar Árnason „Auðvitað vonast ég til að heimamenn sjái tækifæri í þessu, að kaupa eignarhluti,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. „Það sem er náttúrlega mikilvægt, hvort sem það er Síldarvinnslan eða önnur fyrirtæki, er að það sé bara traustur og góður eigendahópur. Ég held að það sé lykilatriðið,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, en hún er með 360 manns í vinnu og næst stærsta fyrirtæki Austurlands, á eftir Alcoa Fjarðaáli. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.Einar Árnason „Við höfum séð það bara hér í uppbyggingu á Síldarvinnslunni síðustu áratugina að þar hefur skipt gríðarlega miklu máli að hafa framsýna eigendur og öfluga stjórn að baki félaginu,“ segir Gunnþór. Í gegnum Samvinnufélagið hafa Norðfirðingar séð hluta af arðinum af Síldarvinnslunni renna til samfélagsverkefna. Í síðustu viku sögðum við frá skrifstofuklasanum Múlanum. Útsýnispallur við vitann austast í Neskaupstað er annað dæmi og SÚN, ásamt Síldarvinnslunni, lagði einnig til fé á móti ríkinu til að malbika Norðfjarðarflugvöll. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Við höfum styrkt sveitarfélagið, eða greiddum það nánast að fullu, að klæða félagsheimilið. Svo erum við með menningar- og viðurkenningarsjóð sem við veitum úr tvisvar á ári. Þar erum við oft að veita tugum milljóna bara í menningar- og íþróttaverkefni og ýmislegt fleira,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. „Að sjálfsögðu vill maður sjá þetta sem mest í eigu heimamanna. En fyrst og síðast að þetta sé góður rekstur. Þannig tryggir maður hann í sessi,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. 8. apríl 2021 09:31 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Bundið slitlag á Norðfjarðarflugvelli mun auðvelda sjúkraflug Kostnaður við framkvæmdirnar voru 158 milljónir króna og lögðu ríkið og sveitarfélagið saman fjármagn til verksins. 21. ágúst 2017 11:41 Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31
Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. 8. apríl 2021 09:31
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29
Bundið slitlag á Norðfjarðarflugvelli mun auðvelda sjúkraflug Kostnaður við framkvæmdirnar voru 158 milljónir króna og lögðu ríkið og sveitarfélagið saman fjármagn til verksins. 21. ágúst 2017 11:41