Golf

Rose á­fram á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Justin Rose að leita að toppsætinu.
Justin Rose að leita að toppsætinu. Jared C. Tilton/Getty Images

Öðrum hring Masters-mótsins í golfi er nú lokið. Englendingurinn Justin Rose heldur toppsæti mótsins en hann lék hring dagsins á pari og er því sem fyrr sjö höggum undir pari.

Frábær fyrsti hringur heldur Rose á toppnum en hann er þó aðeins höggi á undan Bandaríkjamönnunum Brian Harman og Will Zalatoris sem eru á sex höggum undir pari. Zalatoris átti fór hring dagsins á fjórum höggum undir pari.

Justin Spieth og Marc Leishman koam þar á eftir á fimm höggum undir pari. Leishman átti frábæran hring í dag en hann lék á fimm höggum undir pari.

Mótið heldur áfram á morgun og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.