Golf

Rose leiðir eftir hreint út sagt magnaðan fyrsta hring

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Justin Rose hefði vart getað byrjað Masters-mótið í golfi betur.
Justin Rose hefði vart getað byrjað Masters-mótið í golfi betur. Kevin C. Cox/Getty Images

Justin Rose leiðir á Masters-mótinu í golfi þegar nær allir kylfingar hafa klárað fyrsta hring. Rose átti mögulega sinn besta hring á ferlinum en hann er sem stendur sjö höggum undir pari.

Englendingurinn hóf hringinn á því að fara fyrstu holu á einu höggi yfir pari. Hann náði sér á strik er hann var hálfnaður með hringinn og leit ekki um öxl eftir það. Fékk hann til að mynda fimm fugla á síðustu sjö holunum.

Rose er eins og áður sagi á sjö höggum undir pari og er með fjögurra högga forystu á þá Brian Harman frá Bandaríkjunum og Hideki Matsuyama frá Japan. Spánverjinn Jon Ram er ásamt öðrum kylfingum á pari vallarins og meistarinn frá því í fyrra, Dustin Johnson, fór hringinn á tveimur höggum yfir pari.

Högg dagsins átti þó líklega Tommy Fleetwood á 16. holu, sem er par þrjú hola, en Fleetwood fór á holu í höggi. Sjá má magnað högg Fleetwood hér að neðan.

Masters-mótið í golfi er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Golf og þá má finna allskyns skemmtileg myndbönd og stöðuna mótsins á Twitter-síðu PGA-mótaraðarinnar sem og Twitter-síðu Masters-mótsins.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.


Tengdar fréttir

Meistarinn lék á 74 höggum

Dustin Johnson, ríkjandi meistari á Masters-mótinu, í golfi, fór fyrsta hring mótsins á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins.

Tiger þakkaði þeim sem mættu fyrst á slysstað

Tiger Woods sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að hraðakstur væri meginorsök bílslyssins sem hann slasaðist alvarlega í, 23. febrúar síðastliðinn.

Woods var á tvö­földum há­marks­hraða þegar hann ók út af

Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×