Í beinni: MK og MH berjast um sæti í úrslitaleik Framhaldsskólaleikanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2021 18:30 Kristján Einar Kristjánsson, Egill Ploder, Króli og Donna Cruz sjá um umfjöllun frá Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum. Seinni undanúrslitaviðureign Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum fer fram í kvöld. Þá mætast Menntaskólinn í Kópavogi og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Sigurvegarinn mætir Tækniskólanum í úrslitaleiknum sem fer fram eftir viku. Tækniskólinn sigraði Verslunarskóla Íslands í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Keppt verður í þremur tölvuleikjum: FIFA 21, Rocket League og CS:GO. Til að komast í úrslit þarf lið að fá tvö stig, eða með öðrum orðum að vinna tvær af þremur viðureignum. Í skotleiknum CS:GO eru fimm saman í liði, í fótboltakappakstursleiknum Rocket League þrír saman í liði og í fótboltaleiknum FIFA 21 eru tveir saman í liði. Í undankeppninni fékk MH samtals nítján stig en MK fimmtán. Bein útsending frá viðureign MK og MH hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 eSport. Kristján Einar Kristjánsson lýsir og þau Egill Ploder, Króli og Donna Cruz verða sérfræðingar. Einnig má fylgjast með í beinni útsendingu á Twitch-síðu leikanna hér að neðan. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti
Sigurvegarinn mætir Tækniskólanum í úrslitaleiknum sem fer fram eftir viku. Tækniskólinn sigraði Verslunarskóla Íslands í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Keppt verður í þremur tölvuleikjum: FIFA 21, Rocket League og CS:GO. Til að komast í úrslit þarf lið að fá tvö stig, eða með öðrum orðum að vinna tvær af þremur viðureignum. Í skotleiknum CS:GO eru fimm saman í liði, í fótboltakappakstursleiknum Rocket League þrír saman í liði og í fótboltaleiknum FIFA 21 eru tveir saman í liði. Í undankeppninni fékk MH samtals nítján stig en MK fimmtán. Bein útsending frá viðureign MK og MH hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 eSport. Kristján Einar Kristjánsson lýsir og þau Egill Ploder, Króli og Donna Cruz verða sérfræðingar. Einnig má fylgjast með í beinni útsendingu á Twitch-síðu leikanna hér að neðan.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti