Handbolti

Stjarnan fær grjótharðan línumann úr Þorpinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórður Tandri Ágústsson (nr. 4) fer til Stjörnunnar í sumar.
Þórður Tandri Ágústsson (nr. 4) fer til Stjörnunnar í sumar. vísir/hulda margrét

Stjarnan hefur samið við línumanninn Þórð Tandra Ágústsson. Hann kemur til liðsins frá Þór í sumar.

Þórður, sem er 21 árs, hefur verið með bestu leikmönnum Þórs í vetur. Hann hefur skorað 32 mörk í tólf leikjum í Olís-deildinni.

Í fréttatilkynningu frá Stjörnunni er Þórði lýst sem harðduglegum og grjóthörðum og hann sé einn efnilegasti línumaður landsins.

Þórður Tandri Ágústsson gengur til liðs við Stjörnuna. Þórður mun leggja land undir fót í sumar og flytja í bæinn til...

Posted by Stjarnan Handbolti on Thursday, April 8, 2021

Hjá Stjörnunni hittir Þórður fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá Þór, Brynjar Hólm Grétarsson, sem kom ril Garðabæjarliðsins í sumar.

Stjarnan er í 8. sæti Olís-deildarinnar með sextán eftir fimmtán leiki. Þór er í ellefta og næstneðsta sætinu með sex stig.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.