Að skapa jarðveginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 09:30 Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn? Þekkt dæmi er lélegt framboð af lóðum og hæg uppbygging úti á landi. Sem veldur því að fólk finnur ekki eignina fyrir sig í heimabæ sínum. Hægt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis á þeim svæðum sem fólk kýs að búa á. Það þarf að skapa jarðveginn og skoða hvar við erum að baka okkur vandræðin. Bæði þarf aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til að efla markaðinn Aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði eiga að stuðla að jafnvægi og stöðugleika á markaðnum. Aðgerðir eins og að einfalda byggingareglugerðir og einfalda veitingu byggingarleyfa. Skipulagsmál sveitarfélaganna þarf að skoða, en ýmist er um að ræða ákvörðunarfælni eða flóknar aðferðir við að taka ákvarðanir í skipulagsmálum og ganga frá þeim í kerfinu. Úttekt OECD á samkeppnishæfni Íslands í ferðaþjónustu og byggingariðnaði leiddi í ljós að regluvæðing byggingariðnaðarins læsir fjármagn inni. Með því að fylgja því verkefni eftir leysum við úr læðingi tugi milljarða á ári sem geta farið í önnur verkefni til að bæta lífskjör okkar. Ónauðsynlegar reglur Sleppa þarf tökum á ýmsum fyrirframákveðnum hugmyndum um nýtingu hvers og eins á húsnæði sínu. Til dæmis má nefna frábært atvik sem rataði í fjölmiðla um daginn, þar var úttekt á nýbyggingu háð því hversu margir fermetrar af grænu grasi og alveg sérstakri tegund berjarunna væri á mjög afmarkaðri séreign fasteignarinnar. Þetta eru atriði sem eru alltof nákvæm og eiga ekki að vera háð úttektinni. Einnig bjóða svona reglur upp á verulegan aukinn kostnað við nýbyggingar, sem engin þörf er á. Þarfir markaðarins Þá væri líka ágætt að hugmyndir um „þarfir markaðarins“, eins og til dæmis svefnherbergjafjöldi í fjöleignarhúsi, kæmu frá þeim sem eiga bein viðskipti við markaðinn og fólkið. Má hér nefna dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um 5-herbergja íbúðir í fjöleignarhúsi sem seljast illa á markaði vegna þess að þeir sem leita sér af 5 herbergja íbúðum vilja frekar eignir eins og par-, rað- eða einbýlishús. Þrátt fyrir það var verktökum gert að byggja þessar stóru íbúðir í fjöleignarhúsum, þvert á sinn vilja og þarfir markaðarins. Við erum gjörn að flækja fyrir okkur ýmsa hluti en hér er tækifæri til að gera betur. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn? Þekkt dæmi er lélegt framboð af lóðum og hæg uppbygging úti á landi. Sem veldur því að fólk finnur ekki eignina fyrir sig í heimabæ sínum. Hægt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis á þeim svæðum sem fólk kýs að búa á. Það þarf að skapa jarðveginn og skoða hvar við erum að baka okkur vandræðin. Bæði þarf aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til að efla markaðinn Aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði eiga að stuðla að jafnvægi og stöðugleika á markaðnum. Aðgerðir eins og að einfalda byggingareglugerðir og einfalda veitingu byggingarleyfa. Skipulagsmál sveitarfélaganna þarf að skoða, en ýmist er um að ræða ákvörðunarfælni eða flóknar aðferðir við að taka ákvarðanir í skipulagsmálum og ganga frá þeim í kerfinu. Úttekt OECD á samkeppnishæfni Íslands í ferðaþjónustu og byggingariðnaði leiddi í ljós að regluvæðing byggingariðnaðarins læsir fjármagn inni. Með því að fylgja því verkefni eftir leysum við úr læðingi tugi milljarða á ári sem geta farið í önnur verkefni til að bæta lífskjör okkar. Ónauðsynlegar reglur Sleppa þarf tökum á ýmsum fyrirframákveðnum hugmyndum um nýtingu hvers og eins á húsnæði sínu. Til dæmis má nefna frábært atvik sem rataði í fjölmiðla um daginn, þar var úttekt á nýbyggingu háð því hversu margir fermetrar af grænu grasi og alveg sérstakri tegund berjarunna væri á mjög afmarkaðri séreign fasteignarinnar. Þetta eru atriði sem eru alltof nákvæm og eiga ekki að vera háð úttektinni. Einnig bjóða svona reglur upp á verulegan aukinn kostnað við nýbyggingar, sem engin þörf er á. Þarfir markaðarins Þá væri líka ágætt að hugmyndir um „þarfir markaðarins“, eins og til dæmis svefnherbergjafjöldi í fjöleignarhúsi, kæmu frá þeim sem eiga bein viðskipti við markaðinn og fólkið. Má hér nefna dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um 5-herbergja íbúðir í fjöleignarhúsi sem seljast illa á markaði vegna þess að þeir sem leita sér af 5 herbergja íbúðum vilja frekar eignir eins og par-, rað- eða einbýlishús. Þrátt fyrir það var verktökum gert að byggja þessar stóru íbúðir í fjöleignarhúsum, þvert á sinn vilja og þarfir markaðarins. Við erum gjörn að flækja fyrir okkur ýmsa hluti en hér er tækifæri til að gera betur. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun