Baylor vann úrslitaleikinn og kom þar með í veg fyrir fullkomið tímabil Gonzaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 19:30 Leikmenn Baylor fagna að leik loknum. Jamie SchwaberowCAA Photos via Getty Images Baylor Bears báru sigur úr býtum í Marsfárinu í bandaríska háskólakörfuboltanum er þeir unnu Gonzaga Bulldogs 86-70 í úrslitaleiknum. Gonzaga hafði ekki tapað leik á tímabilinu fyrir leikinn í nótt. Á meðan Gonzaga þurfti framlengingu til að vinna UCLA í undanúrslitum – og voru sekúndubroti frá því að þurfa aðra framlengingu – þá vann Baylor þægilegan 19 stiga sigur á Houston Cougars, 78-59. Svo virðist sem undanúrslitaleikurinn hafi setið í Gonzaga í nótt. Baylor voru einfaldlega sterkari aðilinn allan leikinn og unnu eins og áður sagði sannfærandi 16 stiga sigur. Lokatölur 86-70 og Baylor Bears því meistari í bandaríska háskólakörfuboltanum. Háskólaboltinn í Bandaríkjunum er gífurlega vinsæll og talið er að í kringum 15 til 20 milljónir hafi horft á úrslitaleikinn. Jared Butler var stigahæstur hjá Baylor með 22 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Þar á eftir kom MaCio Teague með 19 stig og þá skoraði Davion Mitchell – bróðir Donovan Mitchell – 15 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Hjá Gonzaga var það hetjan úr undanúrslitaleiknum, Jalen Suggs, sem var stigahæstur með 22 stig. Maðurinn með mottuna – Drew Timme - skoraði 12 stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. The Man.The Stache. The Texan. The Most Outstanding Player of the West Region. Drew Timme. pic.twitter.com/JF3XEkimnm— Gonzaga Basketball (@ZagMBB) March 31, 2021 Eins og áður sagði var þetta fyrsta tap Gonzaga á leiktíðinni, alls vann liðið 31 leik og tapaði aðeins einum. Baylor voru samt sem áður verðugir meistarar, þeir unnu 28 leiki og töpuðu aðeins tveimur. Liðið vann fimm af sex síðustu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Hér að neðan má sjá samantekt úr leiknum í nótt. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Á meðan Gonzaga þurfti framlengingu til að vinna UCLA í undanúrslitum – og voru sekúndubroti frá því að þurfa aðra framlengingu – þá vann Baylor þægilegan 19 stiga sigur á Houston Cougars, 78-59. Svo virðist sem undanúrslitaleikurinn hafi setið í Gonzaga í nótt. Baylor voru einfaldlega sterkari aðilinn allan leikinn og unnu eins og áður sagði sannfærandi 16 stiga sigur. Lokatölur 86-70 og Baylor Bears því meistari í bandaríska háskólakörfuboltanum. Háskólaboltinn í Bandaríkjunum er gífurlega vinsæll og talið er að í kringum 15 til 20 milljónir hafi horft á úrslitaleikinn. Jared Butler var stigahæstur hjá Baylor með 22 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Þar á eftir kom MaCio Teague með 19 stig og þá skoraði Davion Mitchell – bróðir Donovan Mitchell – 15 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Hjá Gonzaga var það hetjan úr undanúrslitaleiknum, Jalen Suggs, sem var stigahæstur með 22 stig. Maðurinn með mottuna – Drew Timme - skoraði 12 stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. The Man.The Stache. The Texan. The Most Outstanding Player of the West Region. Drew Timme. pic.twitter.com/JF3XEkimnm— Gonzaga Basketball (@ZagMBB) March 31, 2021 Eins og áður sagði var þetta fyrsta tap Gonzaga á leiktíðinni, alls vann liðið 31 leik og tapaði aðeins einum. Baylor voru samt sem áður verðugir meistarar, þeir unnu 28 leiki og töpuðu aðeins tveimur. Liðið vann fimm af sex síðustu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Hér að neðan má sjá samantekt úr leiknum í nótt.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira