Viðskipti innlent

Fjórir börðust um hverja íbúð í Þorpinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íbúðirnar í byggingu.
Íbúðirnar í byggingu. Þorpið

Þorpið vistfélag hefur lokið úthlutun síðustu fimmtíu íbúða félagsins í Gufunesi í samstarfsverkefni félagsins og Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega fjórir umsækjendur voru um hverja íbúð sem úthlutað var en dregið var á milli þeirra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Alls byggir Þorpið 137 íbúðir á svæðinu sem eru þær fyrstu í nýjasta hverfi borgarinnar í Gufunesi. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í júní en allar íbúðir félagsins hafa nú verið seldar.

Allar íbúðir Þorpsins eru seldar á föstu verði sem er töluvert lægra en almennt gerist um nýbyggingar í Reykjavík. Kostnaðurinn var á bilinu 19-37 milljónir króna.

Byggð Þorpsins í Gufunesi er brotin upp í þriggja til fimm hæða þyrpingu íbúðarhúsa sem hverfist um miðlægt torg og garða. 

Innan úr einni íbúðinni.Þorpið

„Áhersla er á vandaða hönnun og góða rýmisnýtingu íbúðanna sem eru af fjórum gerðum; stúdíó, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Byggðin hefur létt yfirbragð og er fjölbreytt í lita- og efnisvali,“ segir í tilkynningu Þorpsins.

„Íbúðarhúsin mynda garðrými fyrir skjólgott torg, leikvöll, boltavelli og grasfleti. Torgið verður við aðalinngang hverfisins við sameiginleg rými íbúa, kaffihús, vinnurými, pósthús og þvottahús. Leik- og dvalaraðstaða er norðan megin gegnt ströndinni þar sem gert er ráð fyrir sparkvelli og götuboltasvæði. Tekið er tillit til sólarátta og byggð skipulögð þannig að garðrýmin eru í góðu skjóli fyrir veðri og vindum. Lögð er áhersla á sameiginlegan frágang allra garðrýma. Við íbúðarbyggðina eru matjurtagarðar í landi Reykjavíkurborgar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Þar verður heimilt að gera vermireiti og gróðurskýli.“

Tilgangur Þorpsins er að þróa og byggja fasteignir og byggingarlausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem áhersla er lögð á hagkvæmni í byggingarkostnaði, grænar lausnir, deililausnir og vistvænt umhverfi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,5
2
359
MAREL
1,72
43
880.689
ORIGO
1,18
7
175.398
HAGA
0,93
14
268.846
ARION
0,8
26
736.369

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-0,95
4
33.525
KVIKA
-0,92
25
320.352
EIM
-0,67
3
15.351
ICEAIR
-0,61
81
102.831
REITIR
-0,57
11
151.147
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.