Viljum við einfalda þjónustuna eða bæta hana? Gerum bæði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2021 14:31 Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Stjórnsýsla Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Þær velja því Langholt sem fyrsta val og haka um leið við ósk um að barnið flytjist á Sunnuás þegar tækifæri gefst. Þegar þær ætla að staðfesta valið bendir appið þeim á að það sé systkinaforgangur í leikskóla, hvort þær vilji því ekki hafa Sunnuás sem fyrsta val til að börnin verði bæði á sama leikskóla. Veljum skólamat Fyrst þær eru með appið opið er tækifærið notað til að skoða hvað er í matinn í grunnskólanum í næstu viku. Elsta barnið borðar ekki hvað sem er og því þægilegt að geta pantað mat þá daga vikunnar sem er vitað að það muni borða. Aðra daga fær barnið svo nesti að heiman. Svo þarf að láta að vita af nýgreindu mjólkurofnæmi hjá miðbarninu með því að haka í reit. Vonandi mun ítrekuðum magakveisum hjá barninu linna með breyttu mataræði. Og mat fyrir aldraðra Afi Jónu er orðinn nokkuð aldraður og á það til að gleyma að panta sér mat. Jóna er því komin með umboð fyrir hann og sér í appinu matseðil fyrir heimsendingar í næstu viku. Jóna getur valið skammtastærðir fyrir hann, hvaða mat hann fær af matseðlinum eða bara staðfest sama val og áður. Afi vill fisk fjórum sinnum í viku og kjöt þrisvar. Það veit Jóna og því engin ástæða til að breyta því vali. En hún sér að afi hefur ekki samþykkt skjáheimsóknina í dag og ákveður því að hringja í hann og athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Fjárfesting í tækni snýst um þjónustu Um þetta snúast 10 milljarða fjárfestingar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í tækniþróun. Að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa. Að þeir geti óskað eftir þjónustu, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þar sem fólki hentar, hvort það sé statt heima hjá sér, á kaffihúsi eða í vinnunni. Þjónustan á ekki að vera bundin við að borgarbúar þurfi að mæta á einhvern sérstakan stað, á sérstökum tíma og bíða eftir því að sérstakur starfsmaður verði laus til viðtals. En sé ekki hægt að leysa málið á svo einfaldan hátt, því það eru alltaf mál sem best eru leyst með samtali, þarf að vera einfalt að óska eftir að samband sé haft með símtali, tölvupósti eða með því að bóka tíma. Umsóknarferlið á líka að vera einfalt fyrir notendur, með því að kalla fram nauðsynlegar upplýsingar sem kerfið veit nú þegar í stað þess að biðja umsækjendur að slá þær upplýsingar inn eða jafnvel sækja gögn á marga staði. Sem hluti af Græna planinu ákváðum við að fjárfesta tímabundið til að hraða stafrænum umbreytingum Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi allra að þjónustu. Verkefnum er forgangsraðað og er sérstaklega horft til þess hvort stafrænar lausnir verði virðisaukandi. Það er, hvort innleiðing þessara lausna muni leiða til hagkvæmari rekstrar, fækka handtökum og margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Við sjáum þetta nú þegar hjá þeim félagsráðgjöfum borgarinnar sem áður störfuðu við að fara yfir umsóknir um fjárhagsaðstoð en geta nú einbeitt sér að einstaklingsbundinni ráðgjöf. Tökum framtíðinni fagnandi Stafræn umbreyting Íslands er rétt að hefjast. Til að hún heppnist sem best þarf samstarf á milli aðila, svo hægt verði að flytja gögn á milli ef notandinn óskar eftir því. Reykjavíkurborg á því samstarfi við Stafrænt Ísland, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfi og sameiginlegri þróun getur hið opinbera sparað þróunarkostnað en veitt íbúum bestu mögulegu lausnir. Þar vill Reykjavík vera í fararbroddi og veita þjónustu á forsendum notenda en ekki kerfisins sjálfs. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun