Bílar

Tesla á leið í að slá eigið sölumet

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model 3 og regnbogi.
Tesla Model 3 og regnbogi. Vilhelm Gunnarsson

Nýlega birti Tesla tölur um sölur á nýliðnum ársfjórðung. Á fyrsta ársfjórðungi 2021 afhenti Tesla 184.800 bíla sem að megninu til eru Model Y og Model 3. Með þessu áframhaldi verður 2021 besta ár Tesla frá upphafi.

Með þessu áframhaldi mun Tesla afhenda um 740.000 bíla á árinu, um 250.000 fleiri bílar en í fyrra. Markmið Tesla hefur allataf verið að selja mikið magn bifreiða. Það er því klárt skref í þá átt að nálgast 1 milljón afhendra bíla á ári.

Til að setja þessar tölur í samhengi seldi General Motors 6,8 milljónir bíla í fyrra, rúmlega 13 sinnum meira en Tesla.

„Við erum innblásin að sjá góðar móttökur við Model Y í Kína og erum að að nálgast fulla framleiðslugetu hratt,“ sagði í yfirlýsingu frá Tesla.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.