Ísland í alfaraleið Pálmi Freyr Randversson skrifar 30. mars 2021 15:01 Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim. Óhjákvæmileg afleiðing nýliðinna atburða í Súesskurði er umræður um aðrar siglingaleiðir milli Atlantshafs og Kyrrahafs og í því samhengi er freistandi að hugsa um staðsetningu Íslands. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru einn af þeim þáttum sem eru ofarlega í huga Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, ekki síst með tilliti til nálægðar Keflavíkurflugvallar við Helguvíkurhöfn. Í dag er Helguvíkurhöfn fyrst og fremst fraktskipahöfn í tengslum við starfsemi á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þjónar einnig sem löndunarhöfn fyrir uppsjávarskip. Fraktskipum hefur fjölgað mikið í Helguvíkurhöfn á síðustu árum samhliða uppgangi flugvallarins og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu um ókomna framtíð. Þar er mikið rými til stækkunar og aðeins fjórir kílómetrar frá höfninni til Keflavíkurflugvallar. Þetta skapar mörg tækifæri og gæti verið samkeppnisforskot fyrir Ísland sem flutningaland. Mörg tækifæri eru fyrirséð í rekstri og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík ef samspil stórskipahafnar og alþjóðaflugvallar er haft að leiðarljósi. Tækifæri á borð við þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, verða á meðal þess sem kallað verður eftir að skoða í alþjóðlegri hönnunar- og hugmyndasamkeppni sem Kadeco stendur fyrir síðar á árinu. Nú þegar hafa margar af helstu hönnunar- og ráðgjafarstofur heims lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt og móta þannig sýn fyrir framtíð Suðurnesja og Íslands. Þó svo að flutningaskip á lengd við 17 Hallgrímskirkjur muni kannski seint leggja leið sína um íslenskar hafnir fleygir tækninni fram samhliða auknum kröfum um flutningstíma vara og kolefnisfótspor flutninga. Ísland getur án efa verið í stóru hlutverki í þeirri þróun og er athafnasvæðið við Keflavíkurflugvöll tækifæri sem litið verður til á alþjóðavísu. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Súesskurðurinn Skipaflutningar Samgöngur Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim. Óhjákvæmileg afleiðing nýliðinna atburða í Súesskurði er umræður um aðrar siglingaleiðir milli Atlantshafs og Kyrrahafs og í því samhengi er freistandi að hugsa um staðsetningu Íslands. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru einn af þeim þáttum sem eru ofarlega í huga Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, ekki síst með tilliti til nálægðar Keflavíkurflugvallar við Helguvíkurhöfn. Í dag er Helguvíkurhöfn fyrst og fremst fraktskipahöfn í tengslum við starfsemi á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þjónar einnig sem löndunarhöfn fyrir uppsjávarskip. Fraktskipum hefur fjölgað mikið í Helguvíkurhöfn á síðustu árum samhliða uppgangi flugvallarins og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu um ókomna framtíð. Þar er mikið rými til stækkunar og aðeins fjórir kílómetrar frá höfninni til Keflavíkurflugvallar. Þetta skapar mörg tækifæri og gæti verið samkeppnisforskot fyrir Ísland sem flutningaland. Mörg tækifæri eru fyrirséð í rekstri og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík ef samspil stórskipahafnar og alþjóðaflugvallar er haft að leiðarljósi. Tækifæri á borð við þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, verða á meðal þess sem kallað verður eftir að skoða í alþjóðlegri hönnunar- og hugmyndasamkeppni sem Kadeco stendur fyrir síðar á árinu. Nú þegar hafa margar af helstu hönnunar- og ráðgjafarstofur heims lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt og móta þannig sýn fyrir framtíð Suðurnesja og Íslands. Þó svo að flutningaskip á lengd við 17 Hallgrímskirkjur muni kannski seint leggja leið sína um íslenskar hafnir fleygir tækninni fram samhliða auknum kröfum um flutningstíma vara og kolefnisfótspor flutninga. Ísland getur án efa verið í stóru hlutverki í þeirri þróun og er athafnasvæðið við Keflavíkurflugvöll tækifæri sem litið verður til á alþjóðavísu. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar