Nýir tímar kalla á nýjar reglur Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 30. mars 2021 14:01 Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Pétur Marel Jónasson Hinsegin Blóðgjöf Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun