Ærumeiðingar ekki teknar alvarlega Eva Hauksdóttir skrifar 28. mars 2021 15:31 Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra. Fullyrðingar fjölmiðla um sérútbúna nauðgunaraðstöðu reyndust úr lausu lofti gripnar en vöktu að vonum óhug og voru til þess fallnar að hvetja til ærumeiðandi ummæla. Niðurstaða Landsréttar í þeim málum sem hér um ræðir var sú að fréttaflutningur hefði þó ekki gefið tilefni til að slá því föstu að mennirnir væru sekir og skyldu ummæli þar að lútandi teljast ólögmæt meingjörð. Á þeirri forsendu voru ummælin lýst dauð og ómerk, auk þess að vera bótaskyld. Sú niðurstaða er í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og kemur ekki á óvart. Furðu vekur hinsvegar að Landsréttur skuli hafa lækkað þær smánarlegu miskabætur sem þolendum meiðyrðanna voru dæmdar í héraði. Í báðum tilvikum dæmdi Landsréttur hinar brotlegu til að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 100.000 kr. Eitt hundrað þúsund króna miskabætur fyrir laskað mannorð? Eru dómarar að hæðast að þeim sem misgert var við og þeim takmörkunum sem tjáningarfrelsinu eru sett með lögum? Skilaboð Landsréttar með nýföllnum dómum eru á þessa leið: Nei, það er ekki löglegt að halda þvi fram að menn séu sekir um glæpi sem þeir hafa ekki verið sakfelldir fyrir – en kommon strákar, ekki vera að sóa tíma ykkar í að eltast við fólk sem hefur ekki gert ykkur neitt alvarlegra en að reyna að telja fólki trú um að þið séuð glæpamenn. Ekki gera ykkur vonir um að dómstólar taki rétt ykkar til æruverndar alvarlega. Þetta eru bara meiðyrði, ekki brot sem varða alvöru mannréttindi. Þessi skilaboð gefa ranga hugmynd um inntak laga og alvarleika málsins. Rétturinn til æruverndar fellur undir friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. grein stjórnarskrárinnar og 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur hefur sama vægi og önnur mannréttindi og fjárhæð miskabóta ætti að vera í samræmi við það. Íslensk dómaframkvæmd ber þess þó ekki merki að dómarar hafi minnsta skilning á því hverskonar tjón það er sem miskabótum vegna meiðyrða er ætlað að bæta. Algengt er að í ærumeiðingamálum séu ákveðnar miskabætur upp á 200.000 kr. og virðist þá litlu máli skipta hversu grófar aðdróttanirnar voru eða hvort um var að ræða eitt tilvik eða endurteknar árásir. Í dómunum frá 19. mars réttlætir Landsréttur smánarbætur með því að stefnendum hafi þegar verið dæmdar miskabætur vegna rangra og villandi staðhæfinga í fjölmiðlum. Samkvæmt því ættu þeir sem slást í hóp þeirra sem þegar hafa framið líkamsárás að sleppa nokkuð vel; nokkur spörk í skrokk þess sem þegar liggur í blóði sínu í götunni getur varla talist miski sem orð er á hafandi eða hvað? Hvað með hópnauðgun – fá hinir síðustu sem svívirða fórnarlambið afslátt út á það að forsprakkarnir hafi þegar verið dæmdir til að greiða brotaþola miskabætur? Gerendur í ærumeiðingamálum sleppa almennt vel en í þetta sinn enn betur en venjulega. Reyndar þurfa þær að greiða málskostnað þolenda sinna en eiga þó kost á að sækja um styrk úr „málfrelsissjóði“ þeim sem stofnaður var í kjölfar þess að dómar yfir þeim féllu í héraði. (Þess má geta að ósk um upplýsingar um styrkumsóknir og úthlutanir úr „málfrelsissjóði“ hefur verið synjað.) Miskabætur sem virðast fremur ætlaðar til háðungar en að rétta hlut þess sem misgert er við eru til þess fallnar að letja þolendur ærumeiðinga og eineltis til að leita réttar síns. Þegar við bætist að gerendurnir geta sótt um fjárhagsaðstoð úr sérstökum sjóði sem hefur þann augljósa tilgang hvetja til ásakana um kynferðisbrot af hálfu fólks sem ekkert getur vitað um málið, þá eru varnaðaráhrif hlægilega vægra dóma sáralítil. Þar sem dómstólar hafa tekið þá stefnu að afnema rétt til æruverndar með smánarbótum er ekki annað til ráða en að Alþingi kveði á um lágmarksbætur í lögum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra. Fullyrðingar fjölmiðla um sérútbúna nauðgunaraðstöðu reyndust úr lausu lofti gripnar en vöktu að vonum óhug og voru til þess fallnar að hvetja til ærumeiðandi ummæla. Niðurstaða Landsréttar í þeim málum sem hér um ræðir var sú að fréttaflutningur hefði þó ekki gefið tilefni til að slá því föstu að mennirnir væru sekir og skyldu ummæli þar að lútandi teljast ólögmæt meingjörð. Á þeirri forsendu voru ummælin lýst dauð og ómerk, auk þess að vera bótaskyld. Sú niðurstaða er í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og kemur ekki á óvart. Furðu vekur hinsvegar að Landsréttur skuli hafa lækkað þær smánarlegu miskabætur sem þolendum meiðyrðanna voru dæmdar í héraði. Í báðum tilvikum dæmdi Landsréttur hinar brotlegu til að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 100.000 kr. Eitt hundrað þúsund króna miskabætur fyrir laskað mannorð? Eru dómarar að hæðast að þeim sem misgert var við og þeim takmörkunum sem tjáningarfrelsinu eru sett með lögum? Skilaboð Landsréttar með nýföllnum dómum eru á þessa leið: Nei, það er ekki löglegt að halda þvi fram að menn séu sekir um glæpi sem þeir hafa ekki verið sakfelldir fyrir – en kommon strákar, ekki vera að sóa tíma ykkar í að eltast við fólk sem hefur ekki gert ykkur neitt alvarlegra en að reyna að telja fólki trú um að þið séuð glæpamenn. Ekki gera ykkur vonir um að dómstólar taki rétt ykkar til æruverndar alvarlega. Þetta eru bara meiðyrði, ekki brot sem varða alvöru mannréttindi. Þessi skilaboð gefa ranga hugmynd um inntak laga og alvarleika málsins. Rétturinn til æruverndar fellur undir friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. grein stjórnarskrárinnar og 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur hefur sama vægi og önnur mannréttindi og fjárhæð miskabóta ætti að vera í samræmi við það. Íslensk dómaframkvæmd ber þess þó ekki merki að dómarar hafi minnsta skilning á því hverskonar tjón það er sem miskabótum vegna meiðyrða er ætlað að bæta. Algengt er að í ærumeiðingamálum séu ákveðnar miskabætur upp á 200.000 kr. og virðist þá litlu máli skipta hversu grófar aðdróttanirnar voru eða hvort um var að ræða eitt tilvik eða endurteknar árásir. Í dómunum frá 19. mars réttlætir Landsréttur smánarbætur með því að stefnendum hafi þegar verið dæmdar miskabætur vegna rangra og villandi staðhæfinga í fjölmiðlum. Samkvæmt því ættu þeir sem slást í hóp þeirra sem þegar hafa framið líkamsárás að sleppa nokkuð vel; nokkur spörk í skrokk þess sem þegar liggur í blóði sínu í götunni getur varla talist miski sem orð er á hafandi eða hvað? Hvað með hópnauðgun – fá hinir síðustu sem svívirða fórnarlambið afslátt út á það að forsprakkarnir hafi þegar verið dæmdir til að greiða brotaþola miskabætur? Gerendur í ærumeiðingamálum sleppa almennt vel en í þetta sinn enn betur en venjulega. Reyndar þurfa þær að greiða málskostnað þolenda sinna en eiga þó kost á að sækja um styrk úr „málfrelsissjóði“ þeim sem stofnaður var í kjölfar þess að dómar yfir þeim féllu í héraði. (Þess má geta að ósk um upplýsingar um styrkumsóknir og úthlutanir úr „málfrelsissjóði“ hefur verið synjað.) Miskabætur sem virðast fremur ætlaðar til háðungar en að rétta hlut þess sem misgert er við eru til þess fallnar að letja þolendur ærumeiðinga og eineltis til að leita réttar síns. Þegar við bætist að gerendurnir geta sótt um fjárhagsaðstoð úr sérstökum sjóði sem hefur þann augljósa tilgang hvetja til ásakana um kynferðisbrot af hálfu fólks sem ekkert getur vitað um málið, þá eru varnaðaráhrif hlægilega vægra dóma sáralítil. Þar sem dómstólar hafa tekið þá stefnu að afnema rétt til æruverndar með smánarbótum er ekki annað til ráða en að Alþingi kveði á um lágmarksbætur í lögum. Höfundur er lögfræðingur.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun