Opið bréf frá stjórn félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra Aðalbjörg Björgvinsdóttir, Dögg Hauksdóttir, Sigurlaug Benediktsdóttir, Bríet Einarsdóttir og Eva Jónasdóttir skrifa 27. mars 2021 15:01 Heilbrigðisráðherra barst bréf þann 13.desember 2020 frá stjórn FÍFK þar sem bent var á að mikið vantaði uppá að kerfið sem taka átti við skimun fyrir leghálskrabbameini væri tilbúið. Athygli var vakin á þeirri alvarlegu stöðu sem væri í uppsiglingu og óskað eftir svörum við spurningum sem settar voru fram í sama bréfi. Engin svör hafa borist og nú er ljóst að þau muni varla koma eftir hefðbundnum leiðum. Í byrjun janúar raungerðist það sem FÍFK hafði óttast, verkferlar voru ekki tilbúnir. Hægt og rólega er búið að vinna í því að laga þá þætti í kerfinu sem verða að vera til staðar en þrátt fyrir að fjórðungur úr ári sé liðinn þá er enn langt í land. Enn hafa ekki borist svör við þeim sýnum sem tekin voru í byrjun janúar í þessu nýja kerfi. Hins vegar er danska rannsóknarstofan búin að svara þessum sýnum en heilsugæslan liggur með svörin og þarf að koma þeim inn í íslenskt kerfi til að konurnar sem bíða og sýnatökuaðilar geti fengið svarið og brugðist við. Heilsugæslan gefur upplýsingar um að þegar kerfið verður komið í gagnið eins og það á að virka þá verði sýnin send til Danmerkur einu sinni í viku og svar úr sýninu eigi að berast konunni á 3-4 vikum. Nú er aprílbyrjun að nálgast og enn er ekki fyrirsjáanlegt hvenær þetta verður komið í gagnið. Hve lengi á að bíða þar til verður búið að ákveða og koma í verk því ferli sem hefði átt að vera tilbúið þegar heilsugæslan tók við þessari þjónustu? Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka ? Var gerð öryggis- og áhættumat framkvæmdinni þegar skimunarferlinu var breytt? Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið. Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila. Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli? Höfundar sitja í stjórn FÍFK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra barst bréf þann 13.desember 2020 frá stjórn FÍFK þar sem bent var á að mikið vantaði uppá að kerfið sem taka átti við skimun fyrir leghálskrabbameini væri tilbúið. Athygli var vakin á þeirri alvarlegu stöðu sem væri í uppsiglingu og óskað eftir svörum við spurningum sem settar voru fram í sama bréfi. Engin svör hafa borist og nú er ljóst að þau muni varla koma eftir hefðbundnum leiðum. Í byrjun janúar raungerðist það sem FÍFK hafði óttast, verkferlar voru ekki tilbúnir. Hægt og rólega er búið að vinna í því að laga þá þætti í kerfinu sem verða að vera til staðar en þrátt fyrir að fjórðungur úr ári sé liðinn þá er enn langt í land. Enn hafa ekki borist svör við þeim sýnum sem tekin voru í byrjun janúar í þessu nýja kerfi. Hins vegar er danska rannsóknarstofan búin að svara þessum sýnum en heilsugæslan liggur með svörin og þarf að koma þeim inn í íslenskt kerfi til að konurnar sem bíða og sýnatökuaðilar geti fengið svarið og brugðist við. Heilsugæslan gefur upplýsingar um að þegar kerfið verður komið í gagnið eins og það á að virka þá verði sýnin send til Danmerkur einu sinni í viku og svar úr sýninu eigi að berast konunni á 3-4 vikum. Nú er aprílbyrjun að nálgast og enn er ekki fyrirsjáanlegt hvenær þetta verður komið í gagnið. Hve lengi á að bíða þar til verður búið að ákveða og koma í verk því ferli sem hefði átt að vera tilbúið þegar heilsugæslan tók við þessari þjónustu? Áður voru eðlileg sýni voru geymd í 10 ár og óeðlilegum sýnum var ekki fargað heldur geymd í lífsýnabanka Krabbameinsfélags Íslands sem hafði tilskilin leyfi frá heilbrigðisráðuneyti okkar. Hvaða lífsýnabanki mun geyma sýni íslenskra kvenna ? Hve lengi verða sýni íslenskra kvenna geymd í þeim lífsýnabanka ? Hvaða lög gilda um rétt íslenskra kvenna þar sem mistök verða við greiningu á sýni ? Hvaða lög gilda fyrir sýni íslenskra kvenna sem geymd eru í erlendum lífsýnabanka ? Var gerð öryggis- og áhættumat framkvæmdinni þegar skimunarferlinu var breytt? Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið. Rannsóknarstofan ynni áfram þau sýni sem þyrfti með frumurannsókn og svarið myndi færast inn í sama kerfi þar sem sýnatökuaðilinn sér það um leið og svarið er tilbúið. Sýni konunnar myndi geymast í íslenskum lífsýnabanka sem hefði tilskilin leyfi hér á landi og enginn vafi á hvaða reglur væru í gildi um meðferð sýnisins. Hér væri enginn milliliður, engin flugferð, engin tilfærsla frá erlendum gagnabanka yfir í íslenskan, engin töf á svartíma til konunnar eða sýnatökuaðila. Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli? Höfundar sitja í stjórn FÍFK.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar