Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Sara Pálsdóttir skrifar 26. mars 2021 09:30 Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Barnavernd Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun