Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Sara Pálsdóttir skrifar 26. mars 2021 09:30 Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Barnavernd Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun