Viðskipti innlent

Birkir tekur við af Val­geiri hjá VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Birkir Jóhannsson.
Birkir Jóhannsson. Vís

Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi hjá VÍS. Valgeir M. Baldursson, fráfarandi framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi, sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu, en hann hefur ráðið sig sem forstjóri Terra.

Í tilkynningu frá VÍS segir að Birkir muni sitja í framkvæmdastjórn félagsins og taka þannig þátt í stefnumótun þess.

„Hann mun bera ábyrgð á fjármálastjórn félagsins og að reksturinn sé í takt við áætlanir og markmið sem sett eru af stjórn og framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi ber einnig ábyrgð á því að hafa yfirsýn yfir áhættu vátrygginga hjá félaginu ─ og að sett séu markmið og mælikvarðar í tengslum við ábyrgan vátryggingarekstur. Þá ber hann ábyrgð á rekstri tjónadeilda félagsins. Auk þess mun Birkir sitja í fjárfestingaráði félagsins.

Valgeir M. Baldursson, fráfarandi framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi, sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu, en hann hefur ráðið sig sem forstjóri Terra.Vísir/Vilhelm

Birkir hefur yfir 15 ára reynslu á fjármálamörkuðum. Nú síðast starfaði hann hjá Birti Capital Partners, þar sem hann hefur verið meðeigandi, en fyrirtækið sinnir víðtækri fjármálaráðgjöf. Birkir starfaði í fimm ár sem framkvæmdastjóri fjármála, reksturs og þróunar hjá Valitor. Áður starfaði Birkir meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og hjá Lögmönnum Höfðabakka. Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður.

Birkir hefur formlega störf hjá félaginu 1. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×