Rafíþróttir

Í beinni: Voda­fone­-deildin Í CS:GO | Hvað gerir Fylkir gegn Du­sty?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þrír leikir fara fram í kvöld.
Þrír leikir fara fram í kvöld. Rafíþróttasamband Íslands

Þrír leikir eru á dagskrá Vodafone-deildarinnar í CS:GO í kvöld. Fyrsti leikur hefst klukkan 19.30 og standa herlegheitin yfir þangað til leiks Fylkis og Dusty lýkur en hann hefst klukkan 21.30.

Fyrir leiki kvöldsins eru það lið KR og Dusty sem tróna á toppi deildarinnar með sex stig að loknum þremur leikjum. XY og HaFiÐ koma þar á eftir með fjögur stig á meðan Tindastóll, Fylkir og Þór eru öll með tvö stig. Aurora rekur svo lestina án stiga en það gæti breyst í kvöld.

Leikir kvöldsins

19.30: Þór gegn Aurora

20.30: XY gegn KR

21.30: Fylkir gegn Dusty

Hægt er að fylgjast með leikjum kvöldsins í beinni útsendingu hér að neðan sem og á Twitch-síðu rafíþróttasambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×