Betri nýting í byggingariðnaði Davíð Friðgeirsson skrifar 23. mars 2021 10:31 Byggingariðnaður á heimsvísu glímir við miklar áskoranir. 85% verkefna fara fram úr kostnaðaráætlunum, 93% fara fram úr í tímaáætlunum og 39% kolefnislosunar er rakin til byggingariðnaðarins. Sterkar vísbendingar eru uppi um mikla sóun í byggingariðnaði og að hann hafi setið eftir í tækniþróun í samanburði við annan iðnað á liðnum áratugum. Á Íslandi höfum við ekki farið varhluta af þessari þróun þar sem við fáum reglulega fréttir af opinberum verkefnum sem fara fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Á sama tíma virðist erfiðlega hafa gengið að halda uppi gæðum nýbygginga á Íslandi. Hafin er tæknibylting í mannvirkjagerð sem byggir á notkun þrívíðra líkana og upplýsingum tengdum þeim, BIM (e. Building Information Modeling). Á grunni þessarar aðferðafræði er hægt að bæta gæði hönnunar, hagræða og auka gæði framkvæmda sem og hagræða í rekstri mannvirkja á öllum rekstrartíma þeirra. Tæknibylting í mannvirkjagerð Á síðustu árum hafa markviss skref verið tekin í nágrannalöndunum Danmörku, Finnlandi, Noregi og Bretlandi sem sett hafa löggjöf um notkun BIM aðferðafræðinnar í opinberum verkefnum. Eftir mikla undirbúningsvinnu lögfestu Bretar árið 2016 BIM kröfu í verkefnum sem farið er í fyrir opinbert fé og ná ákveðinni stærð. Í kjölfarið hafa kannanir gefið til kynna gríðarlega aukningu á notkun BIM meðal breskra sérfræðinga í mannvirkjagerð eða úr 13% árið 2011 í 73% árið 2020. Af þeim sem hafa innleitt BIM af þessum sömu sérfræðingum telja 71% að breytingin hafi leitt til aukinnar framleiðni. Undirbúningsvinna Bretanna er nú orðin að ISO staðli (ISO 19650) sem tekur á hlutverkum, verkefnum, ábyrgð og ferlum í BIM verkefnum. Evrópusambandið hefur gefið út handbók til stuðnings innleiðingar á BIM í opinberum verkefnum í Evrópu. Talið er að slík innleiðing geti leitt til hagræðingar í hönnun og framkvæmd á bilinu 13% til 21% og 10% til 17% á rekstrartíma. Slíkur árangur næst ekki fram með minniháttar breytingum, BIM krefst nýrrar nálgunnar allra sem að verkefnunum koma. Enn sem komið er hefur þróunin á Íslandi að mestu verið leidd áfram af notendum en heildstæður árangur næst ekki nema með þátttöku stjórnvalda sem leggja fram áætlun og leikreglur. Framkvæmdasýsla ríkisins kom BIM aðferðafræðinni á dagskrá á Íslandi árið 2008 og hefur síðan þá unnið að aukinni notkun á BIM í sínum verkefnum. Margar arkitekta- og verkfræðistofur hafa byggt upp þekkingu og nýta BIM að einhverju leyti í verkefnum sínum, innanlands sem utan. Við höfum því góðan grunn til að taka næstu skref til aukinnar hagræðingar, meiri gæða og umhverfisvænni mannvirkja. BIM Ísland er tilbúið BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þátt í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði. Höfundur er byggingafræðingur og formaður BIM Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Byggingariðnaður á heimsvísu glímir við miklar áskoranir. 85% verkefna fara fram úr kostnaðaráætlunum, 93% fara fram úr í tímaáætlunum og 39% kolefnislosunar er rakin til byggingariðnaðarins. Sterkar vísbendingar eru uppi um mikla sóun í byggingariðnaði og að hann hafi setið eftir í tækniþróun í samanburði við annan iðnað á liðnum áratugum. Á Íslandi höfum við ekki farið varhluta af þessari þróun þar sem við fáum reglulega fréttir af opinberum verkefnum sem fara fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Á sama tíma virðist erfiðlega hafa gengið að halda uppi gæðum nýbygginga á Íslandi. Hafin er tæknibylting í mannvirkjagerð sem byggir á notkun þrívíðra líkana og upplýsingum tengdum þeim, BIM (e. Building Information Modeling). Á grunni þessarar aðferðafræði er hægt að bæta gæði hönnunar, hagræða og auka gæði framkvæmda sem og hagræða í rekstri mannvirkja á öllum rekstrartíma þeirra. Tæknibylting í mannvirkjagerð Á síðustu árum hafa markviss skref verið tekin í nágrannalöndunum Danmörku, Finnlandi, Noregi og Bretlandi sem sett hafa löggjöf um notkun BIM aðferðafræðinnar í opinberum verkefnum. Eftir mikla undirbúningsvinnu lögfestu Bretar árið 2016 BIM kröfu í verkefnum sem farið er í fyrir opinbert fé og ná ákveðinni stærð. Í kjölfarið hafa kannanir gefið til kynna gríðarlega aukningu á notkun BIM meðal breskra sérfræðinga í mannvirkjagerð eða úr 13% árið 2011 í 73% árið 2020. Af þeim sem hafa innleitt BIM af þessum sömu sérfræðingum telja 71% að breytingin hafi leitt til aukinnar framleiðni. Undirbúningsvinna Bretanna er nú orðin að ISO staðli (ISO 19650) sem tekur á hlutverkum, verkefnum, ábyrgð og ferlum í BIM verkefnum. Evrópusambandið hefur gefið út handbók til stuðnings innleiðingar á BIM í opinberum verkefnum í Evrópu. Talið er að slík innleiðing geti leitt til hagræðingar í hönnun og framkvæmd á bilinu 13% til 21% og 10% til 17% á rekstrartíma. Slíkur árangur næst ekki fram með minniháttar breytingum, BIM krefst nýrrar nálgunnar allra sem að verkefnunum koma. Enn sem komið er hefur þróunin á Íslandi að mestu verið leidd áfram af notendum en heildstæður árangur næst ekki nema með þátttöku stjórnvalda sem leggja fram áætlun og leikreglur. Framkvæmdasýsla ríkisins kom BIM aðferðafræðinni á dagskrá á Íslandi árið 2008 og hefur síðan þá unnið að aukinni notkun á BIM í sínum verkefnum. Margar arkitekta- og verkfræðistofur hafa byggt upp þekkingu og nýta BIM að einhverju leyti í verkefnum sínum, innanlands sem utan. Við höfum því góðan grunn til að taka næstu skref til aukinnar hagræðingar, meiri gæða og umhverfisvænni mannvirkja. BIM Ísland er tilbúið BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þátt í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði. Höfundur er byggingafræðingur og formaður BIM Ísland.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar