Betri nýting í byggingariðnaði Davíð Friðgeirsson skrifar 23. mars 2021 10:31 Byggingariðnaður á heimsvísu glímir við miklar áskoranir. 85% verkefna fara fram úr kostnaðaráætlunum, 93% fara fram úr í tímaáætlunum og 39% kolefnislosunar er rakin til byggingariðnaðarins. Sterkar vísbendingar eru uppi um mikla sóun í byggingariðnaði og að hann hafi setið eftir í tækniþróun í samanburði við annan iðnað á liðnum áratugum. Á Íslandi höfum við ekki farið varhluta af þessari þróun þar sem við fáum reglulega fréttir af opinberum verkefnum sem fara fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Á sama tíma virðist erfiðlega hafa gengið að halda uppi gæðum nýbygginga á Íslandi. Hafin er tæknibylting í mannvirkjagerð sem byggir á notkun þrívíðra líkana og upplýsingum tengdum þeim, BIM (e. Building Information Modeling). Á grunni þessarar aðferðafræði er hægt að bæta gæði hönnunar, hagræða og auka gæði framkvæmda sem og hagræða í rekstri mannvirkja á öllum rekstrartíma þeirra. Tæknibylting í mannvirkjagerð Á síðustu árum hafa markviss skref verið tekin í nágrannalöndunum Danmörku, Finnlandi, Noregi og Bretlandi sem sett hafa löggjöf um notkun BIM aðferðafræðinnar í opinberum verkefnum. Eftir mikla undirbúningsvinnu lögfestu Bretar árið 2016 BIM kröfu í verkefnum sem farið er í fyrir opinbert fé og ná ákveðinni stærð. Í kjölfarið hafa kannanir gefið til kynna gríðarlega aukningu á notkun BIM meðal breskra sérfræðinga í mannvirkjagerð eða úr 13% árið 2011 í 73% árið 2020. Af þeim sem hafa innleitt BIM af þessum sömu sérfræðingum telja 71% að breytingin hafi leitt til aukinnar framleiðni. Undirbúningsvinna Bretanna er nú orðin að ISO staðli (ISO 19650) sem tekur á hlutverkum, verkefnum, ábyrgð og ferlum í BIM verkefnum. Evrópusambandið hefur gefið út handbók til stuðnings innleiðingar á BIM í opinberum verkefnum í Evrópu. Talið er að slík innleiðing geti leitt til hagræðingar í hönnun og framkvæmd á bilinu 13% til 21% og 10% til 17% á rekstrartíma. Slíkur árangur næst ekki fram með minniháttar breytingum, BIM krefst nýrrar nálgunnar allra sem að verkefnunum koma. Enn sem komið er hefur þróunin á Íslandi að mestu verið leidd áfram af notendum en heildstæður árangur næst ekki nema með þátttöku stjórnvalda sem leggja fram áætlun og leikreglur. Framkvæmdasýsla ríkisins kom BIM aðferðafræðinni á dagskrá á Íslandi árið 2008 og hefur síðan þá unnið að aukinni notkun á BIM í sínum verkefnum. Margar arkitekta- og verkfræðistofur hafa byggt upp þekkingu og nýta BIM að einhverju leyti í verkefnum sínum, innanlands sem utan. Við höfum því góðan grunn til að taka næstu skref til aukinnar hagræðingar, meiri gæða og umhverfisvænni mannvirkja. BIM Ísland er tilbúið BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þátt í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði. Höfundur er byggingafræðingur og formaður BIM Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Byggingariðnaður á heimsvísu glímir við miklar áskoranir. 85% verkefna fara fram úr kostnaðaráætlunum, 93% fara fram úr í tímaáætlunum og 39% kolefnislosunar er rakin til byggingariðnaðarins. Sterkar vísbendingar eru uppi um mikla sóun í byggingariðnaði og að hann hafi setið eftir í tækniþróun í samanburði við annan iðnað á liðnum áratugum. Á Íslandi höfum við ekki farið varhluta af þessari þróun þar sem við fáum reglulega fréttir af opinberum verkefnum sem fara fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Á sama tíma virðist erfiðlega hafa gengið að halda uppi gæðum nýbygginga á Íslandi. Hafin er tæknibylting í mannvirkjagerð sem byggir á notkun þrívíðra líkana og upplýsingum tengdum þeim, BIM (e. Building Information Modeling). Á grunni þessarar aðferðafræði er hægt að bæta gæði hönnunar, hagræða og auka gæði framkvæmda sem og hagræða í rekstri mannvirkja á öllum rekstrartíma þeirra. Tæknibylting í mannvirkjagerð Á síðustu árum hafa markviss skref verið tekin í nágrannalöndunum Danmörku, Finnlandi, Noregi og Bretlandi sem sett hafa löggjöf um notkun BIM aðferðafræðinnar í opinberum verkefnum. Eftir mikla undirbúningsvinnu lögfestu Bretar árið 2016 BIM kröfu í verkefnum sem farið er í fyrir opinbert fé og ná ákveðinni stærð. Í kjölfarið hafa kannanir gefið til kynna gríðarlega aukningu á notkun BIM meðal breskra sérfræðinga í mannvirkjagerð eða úr 13% árið 2011 í 73% árið 2020. Af þeim sem hafa innleitt BIM af þessum sömu sérfræðingum telja 71% að breytingin hafi leitt til aukinnar framleiðni. Undirbúningsvinna Bretanna er nú orðin að ISO staðli (ISO 19650) sem tekur á hlutverkum, verkefnum, ábyrgð og ferlum í BIM verkefnum. Evrópusambandið hefur gefið út handbók til stuðnings innleiðingar á BIM í opinberum verkefnum í Evrópu. Talið er að slík innleiðing geti leitt til hagræðingar í hönnun og framkvæmd á bilinu 13% til 21% og 10% til 17% á rekstrartíma. Slíkur árangur næst ekki fram með minniháttar breytingum, BIM krefst nýrrar nálgunnar allra sem að verkefnunum koma. Enn sem komið er hefur þróunin á Íslandi að mestu verið leidd áfram af notendum en heildstæður árangur næst ekki nema með þátttöku stjórnvalda sem leggja fram áætlun og leikreglur. Framkvæmdasýsla ríkisins kom BIM aðferðafræðinni á dagskrá á Íslandi árið 2008 og hefur síðan þá unnið að aukinni notkun á BIM í sínum verkefnum. Margar arkitekta- og verkfræðistofur hafa byggt upp þekkingu og nýta BIM að einhverju leyti í verkefnum sínum, innanlands sem utan. Við höfum því góðan grunn til að taka næstu skref til aukinnar hagræðingar, meiri gæða og umhverfisvænni mannvirkja. BIM Ísland er tilbúið BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þátt í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði. Höfundur er byggingafræðingur og formaður BIM Ísland.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun