Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri Bláma

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn Másson hefur frá árinu 2016 starfað sem sérfræðingur á viðskiptaþróunarsviði hjá Arnarlaxi.
Þorsteinn Másson hefur frá árinu 2016 starfað sem sérfræðingur á viðskiptaþróunarsviði hjá Arnarlaxi. Landsvirkjun

Þorsteinn Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bláma, samstarfsverkefnis Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Þorsteinn hafi frá árinu 2016 starfað sem sérfræðingur á viðskiptaþróunarsviði hjá Arnarlaxi, þar sem hann hafi farið fyrir leyfismálum og stýrt uppbyggingaráformum félagsins við Ísafjarðardjúp, ásamt öðrum verkefnum á viðskiptaþróunarsviði félagsins. Hann er formaður hafnarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar.

„Þorsteinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og er með vélstjórnarréttindi. Hann er mikill útivistarmaður og býr ásamt eiginkonu sinni Katrínu Pálsdóttur og tveimur börnum í Bolungarvík,“ segir í tilkynningunni.

Blámi er nýtt i verðmætasköpun tengdri starfsemi á svæðinu og á meðal annars að styðja við orkuskipti á svæðinu með áherslu á orkuskipti skipa og báta, í flutningum á landi og sjó.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×