Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 11:11 Valur leikur í búningum merktum Píeta samtökunum. Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira