Bara toppliðið hefur unnið fleiri leiki síðan að Þórsarar unnu fyrsta sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 13:32 Bakvörðurinn Dedrick Deon Basile sendir hér boltann inn í teig á Andrius Globys. Þeir hafa verið að spila vel með Þórsliðinu. Vísir/Vilhelm Velgengi Þórsara frá Akureyri að undanförnu hefur vakið mikla athygli enda virðast norðanmenn vera líklegir til að segja skilið við fallbaráttuna og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsliðið hefur nú unnið þrjá síðustu leiki sína og alls sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þórsarar fóru í frábæra ferð suður til höfuðborgarinnar um helgina og unnu þar fimm stiga sigur í Garðabænum á föstudagskvöldið, 91-96, og svo 21 stigs sigur á Haukum á Ásvöllum, 100-79, á sunnudagskvöldið. Þórsarar voru í ellefta sæti fyrir leikina en eru núna komnir upp í sjöunda sætið eftir þessa tvo sigra. Bjarki Armann Oddsson hefur tekist að rífa Þórsliðið upp eftir fimm töp í fyrstu fimm leikjunum.Vísir/Vilhelm Þetta er sérstakt fyrir liðið sem tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og flestir bjuggust við að myndi falla úr deildinni. Norðanmenn ætluðu hins vegar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir hrakspár og mótlæti. Þjálfaranum Bjarka Ármanni Oddssyni hefur tekist að snúa við blaðinu og það þrátt fyrir að liðið leiki án bakvarðarins stórefnilega Júlíusar Ágústssonar og hafi misst nýja manninn Ingva Þór Guðmundsson fyrir síðasta leik vegna höfuðhöggs. Þá hefur Kolbeinn Fannar Gíslason misst af síðustu fjórum leikjum. Í miðju öllu þessu mótlæti hefur Þórsliðið unnið þrjá leiki í röð og hefur um leið hrist verulega upp í deildinni. Valur, Tindastóll og Njarðvík eru núna öll komin neðar en Þórsliðið í töflunni og það sem meira er að Þórsarar hafa unnið öll þessi þrjú lið á síðustu mánuðum. Ivan Aurrecoechea er frábær frákastari og frábær leikmaður. Hann er með 23,8 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Frá því að Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, á móti Tindastól 28. janúar, hefur aðeins eitt lið unnið fleiri leiki. Það er lið Keflavíkur sem hefur unnið einum leik meira. Síðasta tap Þórsliðsins var einmitt á móti umræddu Keflavíkurliði 4. mars síðastliðinn. Menn þurfa að fara að passa sig á baráttuglöðu liði Þórsara sem drottnuðu yfir frákastabaráttunni í sigrinum á Stjörnunni og Haukum en í báðum leikjum tók Þórsliðið yfir sextíu prósent frákasta í boði. Frákastabaráttan er líka að skila Þórsliðinu góðum úrslitum en liðið hefur unnið fimm síðustu leikina þar sem Þórsarar hafa tekið fleiri fráköst en andstæðingurinn. Næstu mótherjar Þórsara eru ÍR-ingar sem koma í Höllina á Akureyri á föstudagskvöldið. Þórsarar geta náð ÍR-ingum að stigum með sigri í þeim leik. Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars) Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Þórsliðið hefur nú unnið þrjá síðustu leiki sína og alls sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þórsarar fóru í frábæra ferð suður til höfuðborgarinnar um helgina og unnu þar fimm stiga sigur í Garðabænum á föstudagskvöldið, 91-96, og svo 21 stigs sigur á Haukum á Ásvöllum, 100-79, á sunnudagskvöldið. Þórsarar voru í ellefta sæti fyrir leikina en eru núna komnir upp í sjöunda sætið eftir þessa tvo sigra. Bjarki Armann Oddsson hefur tekist að rífa Þórsliðið upp eftir fimm töp í fyrstu fimm leikjunum.Vísir/Vilhelm Þetta er sérstakt fyrir liðið sem tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og flestir bjuggust við að myndi falla úr deildinni. Norðanmenn ætluðu hins vegar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir hrakspár og mótlæti. Þjálfaranum Bjarka Ármanni Oddssyni hefur tekist að snúa við blaðinu og það þrátt fyrir að liðið leiki án bakvarðarins stórefnilega Júlíusar Ágústssonar og hafi misst nýja manninn Ingva Þór Guðmundsson fyrir síðasta leik vegna höfuðhöggs. Þá hefur Kolbeinn Fannar Gíslason misst af síðustu fjórum leikjum. Í miðju öllu þessu mótlæti hefur Þórsliðið unnið þrjá leiki í röð og hefur um leið hrist verulega upp í deildinni. Valur, Tindastóll og Njarðvík eru núna öll komin neðar en Þórsliðið í töflunni og það sem meira er að Þórsarar hafa unnið öll þessi þrjú lið á síðustu mánuðum. Ivan Aurrecoechea er frábær frákastari og frábær leikmaður. Hann er með 23,8 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Frá því að Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, á móti Tindastól 28. janúar, hefur aðeins eitt lið unnið fleiri leiki. Það er lið Keflavíkur sem hefur unnið einum leik meira. Síðasta tap Þórsliðsins var einmitt á móti umræddu Keflavíkurliði 4. mars síðastliðinn. Menn þurfa að fara að passa sig á baráttuglöðu liði Þórsara sem drottnuðu yfir frákastabaráttunni í sigrinum á Stjörnunni og Haukum en í báðum leikjum tók Þórsliðið yfir sextíu prósent frákasta í boði. Frákastabaráttan er líka að skila Þórsliðinu góðum úrslitum en liðið hefur unnið fimm síðustu leikina þar sem Þórsarar hafa tekið fleiri fráköst en andstæðingurinn. Næstu mótherjar Þórsara eru ÍR-ingar sem koma í Höllina á Akureyri á föstudagskvöldið. Þórsarar geta náð ÍR-ingum að stigum með sigri í þeim leik. Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars)
Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars)
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira