Þegar kjarkinn til breytinga skortir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. mars 2021 17:11 Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Sara Dögg Svanhildardóttir Grunnskólar Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar