Frímúrararegla karla og kvenna Magnús M. Norðdahl, Kristín Jónsdóttir og Njörður P. Njarðvík skrifa 13. mars 2021 16:47 Þann 12. mars 2021 fagnar Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, 100 ára starfsafmæli sínu hér á landi þar sem við störfum í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Að upphafi starfanna hér á landi komu þau Jón Árnason prentari, Engilbert Hafberg kaupmaður, Henriette Christine Kjær yfirhjúkrunarkona, frú Astrid Berthine Kaaber, Martha Kalman leikari, frú Ólafía Hansen og Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri. Alþjóðareglan sjálf starfar um víða veröld. Hún tilheyrir frjálslyndum armi frímúrarastarfs í heiminum og var stofnuð af Georges Martin og Marie Deraisme í París 1893. Höfuðstöðvar reglunnar eru í París og telur reglan meira en 32.000 meðlimi í 60 löndum. Reglan hefur starfað óslitið hér á landi síðan 1921 og er sérstök um margt. Ef til vill fyrst og frest fyrir það að í henni starfa saman karlar og konur, óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum, en hin venjulega mynd sem flest þekkja af starfi frímúrara er félagsstarf kristinna karla og að sönnu hefur farið minna fyrir okkur. En þó lítið fari fyrir okkur erum við ekki leynifélag. Við útlistum á hinn bóginn ekki allt sem við gerum og sækjumst ekki eftir athygli. Fyrir því eru góðar ástæður. Markmið okkar er bæta okkur sjálf og við vonum að þannig getum við bætt samfélagið sem við búum í, reynt að gera það réttlátara og öðlast þar með von um bjartari framtíð. Þetta gerum við á forsendum hvers og eins. Reglan er þannig hvorki kennslustofnun eða söfnuður. Langt í frá. Musteri frímúrara.Aðsend Innan reglunnar störfum við saman á reglulegum fundum sem jafningjar, viðurkennum hvert annað eins og við erum og hjálpumst að í sameiginlegri leit að skilningi og notum til þess aðferð eða verkfæri sem fylgt hafa mannkyni í árþúsundir. Starfsaðferðin er fólgin í táknrænum athöfnum. Settar eru á svið ákveðnar aðstæður sem eiga að vekja skilning á ákveðnum þáttum í innra og ytra lífi manna. Grundvöllur táknfræðinnar sem við notum er byggingarlist miðalda, er menn reistu stórfenglegar dómkirkjur með fábrotnum áhöldum en miklu hyggjuviti. Í táknfræði frímúrara er mannkyni reist andlegt musteri þar sem þátttakendur í starfinu eru hvort tveggja í senn byggjendur og byggingarefni. Hver og einn leggur fram sinn stein ef svo má segja til þessa musteris, heggur hann til og fágar með hugsun sinni og athöfnum. Þetta er ramminn utan um starfið en hvert og eitt okkar hefur fullkomið frelsi í nálgun sinni. Því frelsi myndum við svipta burtu ef eitthvert okkar hefði vald til þess að túlka og setja fram ákveðnar skoðanir sem hinar réttu niðurstöður. Leyndin hefur því þann tvíþætta tilgang að veita hugsun okkar frelsi og skapa skilyrði til þess að þannig megi starfa. Við leynum ekki neinu sem ekki þolir dagsljós, heldur reynum við með leyndinni að varðveita þá upplifun og þau áhrif sem hvert og eitt verður fyrir í starfinu. Við deilum einnig vangaveltum og upplifunum okkar í öruggu rými trúnaðar og virðingar og reynum að læra hvert af öðru. Þeirri framtíðarvon sem við viljum vekja verður best lýst í hinum þreföldu einkunnarorðum reglunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag í samfélagi manna sem tryggir öllum frelsi til hugsunar og athafna og byggir á því að allir séu jafnir óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum. Slíkt er samfélag bræðralags, kærleiks og virðingar sem við vonum að takist að skapa mannkyni til heilla. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi stjórnendur Íslandssambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Þann 12. mars 2021 fagnar Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, 100 ára starfsafmæli sínu hér á landi þar sem við störfum í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Að upphafi starfanna hér á landi komu þau Jón Árnason prentari, Engilbert Hafberg kaupmaður, Henriette Christine Kjær yfirhjúkrunarkona, frú Astrid Berthine Kaaber, Martha Kalman leikari, frú Ólafía Hansen og Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri. Alþjóðareglan sjálf starfar um víða veröld. Hún tilheyrir frjálslyndum armi frímúrarastarfs í heiminum og var stofnuð af Georges Martin og Marie Deraisme í París 1893. Höfuðstöðvar reglunnar eru í París og telur reglan meira en 32.000 meðlimi í 60 löndum. Reglan hefur starfað óslitið hér á landi síðan 1921 og er sérstök um margt. Ef til vill fyrst og frest fyrir það að í henni starfa saman karlar og konur, óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum, en hin venjulega mynd sem flest þekkja af starfi frímúrara er félagsstarf kristinna karla og að sönnu hefur farið minna fyrir okkur. En þó lítið fari fyrir okkur erum við ekki leynifélag. Við útlistum á hinn bóginn ekki allt sem við gerum og sækjumst ekki eftir athygli. Fyrir því eru góðar ástæður. Markmið okkar er bæta okkur sjálf og við vonum að þannig getum við bætt samfélagið sem við búum í, reynt að gera það réttlátara og öðlast þar með von um bjartari framtíð. Þetta gerum við á forsendum hvers og eins. Reglan er þannig hvorki kennslustofnun eða söfnuður. Langt í frá. Musteri frímúrara.Aðsend Innan reglunnar störfum við saman á reglulegum fundum sem jafningjar, viðurkennum hvert annað eins og við erum og hjálpumst að í sameiginlegri leit að skilningi og notum til þess aðferð eða verkfæri sem fylgt hafa mannkyni í árþúsundir. Starfsaðferðin er fólgin í táknrænum athöfnum. Settar eru á svið ákveðnar aðstæður sem eiga að vekja skilning á ákveðnum þáttum í innra og ytra lífi manna. Grundvöllur táknfræðinnar sem við notum er byggingarlist miðalda, er menn reistu stórfenglegar dómkirkjur með fábrotnum áhöldum en miklu hyggjuviti. Í táknfræði frímúrara er mannkyni reist andlegt musteri þar sem þátttakendur í starfinu eru hvort tveggja í senn byggjendur og byggingarefni. Hver og einn leggur fram sinn stein ef svo má segja til þessa musteris, heggur hann til og fágar með hugsun sinni og athöfnum. Þetta er ramminn utan um starfið en hvert og eitt okkar hefur fullkomið frelsi í nálgun sinni. Því frelsi myndum við svipta burtu ef eitthvert okkar hefði vald til þess að túlka og setja fram ákveðnar skoðanir sem hinar réttu niðurstöður. Leyndin hefur því þann tvíþætta tilgang að veita hugsun okkar frelsi og skapa skilyrði til þess að þannig megi starfa. Við leynum ekki neinu sem ekki þolir dagsljós, heldur reynum við með leyndinni að varðveita þá upplifun og þau áhrif sem hvert og eitt verður fyrir í starfinu. Við deilum einnig vangaveltum og upplifunum okkar í öruggu rými trúnaðar og virðingar og reynum að læra hvert af öðru. Þeirri framtíðarvon sem við viljum vekja verður best lýst í hinum þreföldu einkunnarorðum reglunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag í samfélagi manna sem tryggir öllum frelsi til hugsunar og athafna og byggir á því að allir séu jafnir óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum. Slíkt er samfélag bræðralags, kærleiks og virðingar sem við vonum að takist að skapa mannkyni til heilla. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi stjórnendur Íslandssambandsins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun