Jón Arnór: Stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 23:28 Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur Valsmanna í sigrinum á KR-ingum með tólf stig. vísir/hulda margrét Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í búningi Vals á sínum gamla heimavelli, DHL-höllinni, í kvöld. Valsmenn unnu þá KR-inga, 77-87. Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50