Skoðun

Stutt svar til formanns VR

Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar

Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til.

Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann.

Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum.

Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi.

Höfundur er  fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×