Golf

Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rory McIlroy og Tiger Woods er vel til vina.
Rory McIlroy og Tiger Woods er vel til vina. getty/Tom Pennington

Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum.

Þetta segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sem hefur verið í góðu sambandi við Tiger að undanförnu.

„Ef allt gengur vel næstu vikuna eða svo kemst hann vonandi heim,“ sagði McIlroy.

Hann sagði að Tiger hefði fylgst vel með frammistöðu sinni á Arnold Palmer Invitational um síðustu helgi og hafi látið sig vita hvað hefði mátt betur fara þar.

„Hann sendi mér hvetjandi skilaboð fyrir lokahringinn á sunnudaginn. Hlutirnir gengu ekki sem skildi og hann var einn af þeim fyrstu til að senda mér skilaboð og spyrja hvað væri í gangi. Hann lætur mig heyra það þótt hann sé á sjúkrabeðinu,“ sagði McIlroy.

Norður-Írinn var einn þeirra kylfinga sem léku í rauðum bol og svörtum buxum á lokahring WGC-Workday Championship Tiger til heiðurs.

Þótt það styttist í að Tiger geti farið aftur heim bíður hans löng og ströng endurhæfing eftir bílslysið. Hann fótbrotnaði meðal annars illa á hægri fæti.

McIlroy er á meðal keppenda á The Players Championship sem hefst í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.