Handbolti

Valur keyrði yfir FH í síðari hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur vann stórsigur í kvöld.
Valur vann stórsigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Valur og FH mættust í eina leik dagsins í Olís deild kvenna í handbolta. Fór það svo að Valskonur unnu stórsigur, lokatölur 32-14.

Leikur kvöldsins á Hlíðarenda var leikur kattarins að músinni eins og við var að búast en FH er á botni deildarinnar án stiga á meðan Valur er í 3. sæti, fjórum stigum á eftir toppliði KA/Þórs.

Leikur kvöldsins var þó nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik en um hann miðjan skildu leiðir. Valur einfaldlega skoraði að vild en staðan var þó aðeins 15-9 í hálfleik. Í þeim síðari var hins vegar fljótlega ljóst að gestirnir ættu við ofurefli að etja og fór það svo að Valur vann leikinn með 19 marka mun, lokatölur 33-14.

Lilja Ágústsdóttir var markahæst í liði Vals með sjö mörk. Þar á eftir komu Auður Ester Gestsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir allar með fjögur mörk. Þá vörðu Saga Sif Gísladóttir og Margrét Einarsdóttir samtals 15 skot í marki Vals.

Hjá FH var Hildur Guðjónsdóttir markahæst með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×