Körfubolti

Israel: Strákarnir byrjuðu að trúa og brosa í seinni hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Israel Martin talar við Haukana sína í leikhléi.
Israel Martin talar við Haukana sína í leikhléi. vísir/vilhelm

Israel Martin, þjálfari Hauka, sagði að sínir menn hefðu verið betri, og brosmildari, í seinni hálfleik en þeim fyrri gegn Njarðvík í kvöld.

„Ég er mjög ánægður, sérstaklega með seinni hálfleikinn. Við héldum þeim þá í 31 stigi. Við gerðum smá breytingar og við reynum að vaxa frá leik til leiks og finna lausnir,“ sagði Israel við Vísi eftir leikinn í Ólafssal.

„Í dag spiluðum við með lítið lið og rufum taxtinn í sóknarleik Njarðvíkur. Við þurfum bara að halda áfram að berjast og leggja hart að okkur til að ná fleiri sigrum.“

Haukar skoruðu tíu af síðustu ellefu stigum fyrri hálfleiks og voru aðeins þremur stigum undir í hálfleik, 37-40. Í seinni hálfleik voru strákarnir hans Israels svo sterkari aðilinn þar sem leikgleðin var mikil.

„Við fengum meðbyr. Strákarnir byrjuðu að trúa og brosa á vellinum. Við þurftum þess. Þú þarft að hafa gaman á vellinum,“ sagði Israel.

„Ég veit við kusum ekki að vera í þessari stöðu en svona er hún og við þurfum að sætta okkur við það. Í hálfleik töluðum við um að brosa og njóta þess að vera á vellinum.“


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×