Rétt á eftir Westwood eru þeir Bryan DeChambeau og Corey Conners, en þeir eru báðir 10 höggum undir pari.
Doug Ghim var hástökkvari dagsins af efstu tíu kylfingunum. Hann spilaði á 65 höggum, rétt eins og Westwood og stökk upp um 31 sæti.
Keegan Bradley átti frábæran dag, en hann spilaði hringinn á 64 höggum og hoppaði upp um 22 sæti. Hann er nú jafn Jordan Spieth í fjórða sæti.