Heggur sú er hlífa skyldi Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 5. mars 2021 19:26 Núverandi ríkisstjórn stóð knarreist í upphafi kjörtímabils og sagðist ætla að berjast fyrir jafnréttismálum. Þessi mál voru forsætisráðherra svo hugleikin að hún færði málaflokkinn inn í eigið ráðuneyti. Það er hins vegar ljóst að það er víða pottur brotinn í þessum málaflokki, miðað við þann fjölda kærumála sem hafa undanfarið unnist kæranda í vil. Kona leitaði nýverið réttar síns fyrir kærunefnd jafnréttismála, vegna ráðningar í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis. Flokksbróður menntamálaráðherra hafði hlotnast starfið, burtséð frá því að hæfari kona hefði sótt um. Það er kannski rétt að nefna að í hæfisnefndinni sat einnig annar flokksbróðir, skipaður af menntamálaráðherra. Gott að hafa hauka í horni. Í stað þess að una vel rökstuddri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, ákvað menntamálaráðherra af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða hvað?) að stefna konunni fyrir dóm. Það er, konunni sem „varð það á“ að sækja rétt sinn, og það réttilega. Það þekkjast ekki dæmi þess að ráðherra stefni einstaklingum persónulega, sem sótt hafa rétt sinn í stjórnsýslunni með þessum hætti. Nú liggur fyrir niðurstaða héraðsdóms og er hún afdráttarlaus. Ráðherra braut jafnréttislög. Lítið hefur heyrst frá forsætisráðuneytinu vegna þessa máls, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Eftir stendur kostnaður skattgreiðenda og brostið traust þjóðarinnar. Því það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styður aðeins jafnréttismál á tyllidögum, en ekki þegar á reynir. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Jafnréttismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn stóð knarreist í upphafi kjörtímabils og sagðist ætla að berjast fyrir jafnréttismálum. Þessi mál voru forsætisráðherra svo hugleikin að hún færði málaflokkinn inn í eigið ráðuneyti. Það er hins vegar ljóst að það er víða pottur brotinn í þessum málaflokki, miðað við þann fjölda kærumála sem hafa undanfarið unnist kæranda í vil. Kona leitaði nýverið réttar síns fyrir kærunefnd jafnréttismála, vegna ráðningar í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis. Flokksbróður menntamálaráðherra hafði hlotnast starfið, burtséð frá því að hæfari kona hefði sótt um. Það er kannski rétt að nefna að í hæfisnefndinni sat einnig annar flokksbróðir, skipaður af menntamálaráðherra. Gott að hafa hauka í horni. Í stað þess að una vel rökstuddri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, ákvað menntamálaráðherra af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða hvað?) að stefna konunni fyrir dóm. Það er, konunni sem „varð það á“ að sækja rétt sinn, og það réttilega. Það þekkjast ekki dæmi þess að ráðherra stefni einstaklingum persónulega, sem sótt hafa rétt sinn í stjórnsýslunni með þessum hætti. Nú liggur fyrir niðurstaða héraðsdóms og er hún afdráttarlaus. Ráðherra braut jafnréttislög. Lítið hefur heyrst frá forsætisráðuneytinu vegna þessa máls, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Eftir stendur kostnaður skattgreiðenda og brostið traust þjóðarinnar. Því það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styður aðeins jafnréttismál á tyllidögum, en ekki þegar á reynir. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar