Heggur sú er hlífa skyldi Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 5. mars 2021 19:26 Núverandi ríkisstjórn stóð knarreist í upphafi kjörtímabils og sagðist ætla að berjast fyrir jafnréttismálum. Þessi mál voru forsætisráðherra svo hugleikin að hún færði málaflokkinn inn í eigið ráðuneyti. Það er hins vegar ljóst að það er víða pottur brotinn í þessum málaflokki, miðað við þann fjölda kærumála sem hafa undanfarið unnist kæranda í vil. Kona leitaði nýverið réttar síns fyrir kærunefnd jafnréttismála, vegna ráðningar í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis. Flokksbróður menntamálaráðherra hafði hlotnast starfið, burtséð frá því að hæfari kona hefði sótt um. Það er kannski rétt að nefna að í hæfisnefndinni sat einnig annar flokksbróðir, skipaður af menntamálaráðherra. Gott að hafa hauka í horni. Í stað þess að una vel rökstuddri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, ákvað menntamálaráðherra af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða hvað?) að stefna konunni fyrir dóm. Það er, konunni sem „varð það á“ að sækja rétt sinn, og það réttilega. Það þekkjast ekki dæmi þess að ráðherra stefni einstaklingum persónulega, sem sótt hafa rétt sinn í stjórnsýslunni með þessum hætti. Nú liggur fyrir niðurstaða héraðsdóms og er hún afdráttarlaus. Ráðherra braut jafnréttislög. Lítið hefur heyrst frá forsætisráðuneytinu vegna þessa máls, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Eftir stendur kostnaður skattgreiðenda og brostið traust þjóðarinnar. Því það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styður aðeins jafnréttismál á tyllidögum, en ekki þegar á reynir. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Jafnréttismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn stóð knarreist í upphafi kjörtímabils og sagðist ætla að berjast fyrir jafnréttismálum. Þessi mál voru forsætisráðherra svo hugleikin að hún færði málaflokkinn inn í eigið ráðuneyti. Það er hins vegar ljóst að það er víða pottur brotinn í þessum málaflokki, miðað við þann fjölda kærumála sem hafa undanfarið unnist kæranda í vil. Kona leitaði nýverið réttar síns fyrir kærunefnd jafnréttismála, vegna ráðningar í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis. Flokksbróður menntamálaráðherra hafði hlotnast starfið, burtséð frá því að hæfari kona hefði sótt um. Það er kannski rétt að nefna að í hæfisnefndinni sat einnig annar flokksbróðir, skipaður af menntamálaráðherra. Gott að hafa hauka í horni. Í stað þess að una vel rökstuddri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, ákvað menntamálaráðherra af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða hvað?) að stefna konunni fyrir dóm. Það er, konunni sem „varð það á“ að sækja rétt sinn, og það réttilega. Það þekkjast ekki dæmi þess að ráðherra stefni einstaklingum persónulega, sem sótt hafa rétt sinn í stjórnsýslunni með þessum hætti. Nú liggur fyrir niðurstaða héraðsdóms og er hún afdráttarlaus. Ráðherra braut jafnréttislög. Lítið hefur heyrst frá forsætisráðuneytinu vegna þessa máls, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Eftir stendur kostnaður skattgreiðenda og brostið traust þjóðarinnar. Því það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styður aðeins jafnréttismál á tyllidögum, en ekki þegar á reynir. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar