Körfubolti

Kefla­vík valtaði yfir Þórsara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Axel var frábær í liði Keflavíkur í kvöld.
Hörður Axel var frábær í liði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík fór illa með Þór frá Akureyri er liðin mættust í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Keflavík 102-69 heimamönnum í vil.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en Keflavík leiddi með sex stiga mun er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan þá 48-42. Í þeim síðari mættu gestirnir einfaldlega ekki til leiks, heimamenn skoruðu 30 stig gegn aðeins tíu hjá gestunum í þriðja leikhluta og þar með má segja að leiknum hafi lokið.

Lokatölur 102-69 og Keflavík sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 20 stig. Þór Akureyri er hins vegar í 11. sæti deildarinnar með sex stig.

Calvin Burks Jr. skoraði 21 stig í liði Keflavíkur en Hörður Axel Vilhjálmsson var þeirra besti maður. Hann skoraði 19 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Í liði Þórs var Ivan Aurrecoechea Alcolado stigahæstur með 15 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.