Innlent

Meirihlutinn í borginni sækir í sig veðrið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Meirihlutaflokkarnir bæta við sig fylgi ef marka má könnunina.
Meirihlutaflokkarnir bæta við sig fylgi ef marka má könnunina. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Allir flokkar sem eiga fulltrúa í meirihlutanum í borginni myndu bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum ef gengið yrði til kosninga nú, ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Samfylkinguna á dögunum og Fréttablaðiið greinir frá í dag.

Könnunin var gerð annars vegar í nóvember- og desembermánuðum og síðan aftur frá lokum janúar og fram í miðjan febrúar. Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn með 26,4 prósenta fylgi en hann fékk rétt tæp 26 prósent í kosningunum 2018.

Samanlagt fylgi meirihlutans í borginni nú mælist 54,7 prósent en í kosningunum voru meirihlutaflokkarnir með 46,4 prósent. Píratar bæta við sig tæpum þremur prósentum og VG ná verulegri fylgisaukningu, mælast nú með 8,9 prósenta fylgi en fengu 4,6 prósent upp úr kjörkössunum. Flokkurinn myndi þannig bæta við sig einum borgarfulltrúa en Sjálfstæðismenn myndu hinsvegar tapa einum manni.

Sjálfstæðismenn mælast nú með 25,2 prósent sem er lækkun um 5,6 prósent frá kosningum. Þá dalar fylgi Miðflokksins um rúmt eitt og hálft prósent og flokkur fólksins næði ekki inn manni.

Sósíalistar bæta hinsvegar við sig tæpum tveimur prósentum og Framsóknarflokkurinn, sem ekki er með fulltrúa í borgarstjórn, næði nú inn manni, samkvæmt könnuninni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.