Öll á sömu línunni? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 4. mars 2021 07:31 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér viðamikinn sáttmála um skipulagsmál sem er samofin við eina umfangsmestu innviðauppbyggingu almenningssamgangna sem sést hefur og felst í tilkomu Borgarlínu. Hvernig sveitarfélögin skipuleggja umhverfi sitt er mjög stórt samfélagsmál, því skipulagsmálin stýra því hvernig umhverfið birtist okkur og hverjum það er ætlað. Í því ljósi var áhugavert að verða vitni að vinnubrögðum Sjálfstæðismanna í Garðabæ á bæjarráðsfundi sl. þriðjudag. Þar sem hjartað raunverulega slær Höfuðborgarsvæðið allt hefur sett sér stefnu í svæðisskipulagi um uppbyggingu hverfa sem byggir á þéttingu byggðar til stuðnings Borgarlínu. Á sama tíma velja Sjálfstæðismenn í Garðabæ að setja allt kapp á að koma lóðum í sölu á nýju svæði sem rúma allt að 30 einbýlishús. Svæði sem í dag hefur engar tengingar við önnur hverfi. Það er mikilvægt að Garðabær bjóði upp á fjölbreytt búsetuform og næg einbýli fyrir fólk sem hingað vill koma. En að forgangsraða uppbyggingu hverfis sem telur að hámarki 30 einbýlishús er í hrópandi ósamræmi við það svæðisskipulag sem gildir samkomulag um á milli sveitarfélaganna. Garðbæingar hljóta að spyrja sig hvort þetta sé í takt við sameiginlega sýn höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins? Er það skynsamlegt að fara í innviðauppbyggingu fyrir svo lítið hverfi? Er það besta nýtingin á þessu svæði að það nýtist helst fáum fjölskyldum? Skipulagið sem nefnt er Garðahverfi, er frá árinu 2013. Á landsvæði þar sem mikið af fornminjum má finna, auk þess sem náttúrufegurðin er óviðjafnanleg. Svæði sem ætti að nýtast sem flestum og helst sem náttúruparadís. En meðal meirihlutans þykir engin ástæða til að endurskoða tæplega 10 ára gamalt skipulag í takt við ákall tímans og þeirrar þróunar sem verið hefur. Lýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans í hnotskurn Sama dag og klukkutíma kynning á skipulagi Garðahverfis fór fram í bæjarráði, þessum útúrdúr úr skipulagi Garðabæjar, barst bæjarfulltrúum tillaga um að fela umhverfis- og tæknisviði að hefja skipulagsvinnu á rammahluta aðalskipulags á þróunarsvæði A, Lyngás, Miðbær og yfir Hafnarfjarðarveg. Brýnt verkefni, sem byggir á verðlaunatillögu frá árinu 2016. Á þessu svæði verður stoppistöð Borgarlínu og tengingar við Strætó. Eins og fram kemur í greinargerðinni skiptir máli að hafa á svæðinu fjölbreytta starfsemi og fjölbreytt íbúðahúsnæði, gott aðgengi fyrir fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými. Skipulag miðkjarna Garðabæjar mun skipta alla bæjarbúa miklu að heppnist vel og því hefði tímanum í bæjarráði óhjákvæmilega verið betur varið í kynningu á þessu verkefni, sem raunverulega er framundan, fremur en þessu hliðarverkefni sem bæjarstjóranum virðist meira annt um. Tillaga hefur nú verið lögð fram um að hefja undirbúning fyrir þessar viðamiklu framkvæmdir án þess að nokkur kynning á gögnum hafi átt sér stað né heldur liggi fyrir upplýsingar um hvaða gögn eru til. Engar upplýsingar um ábatamat eða hvort það hafi verið gert. „Ég lif’ í voninni” Ég vissulega bjó með þá von í brjósti að meirihlutinn tæki við sér og sæi ljósið um hversu mikilvægt það er að ræða þróun og skipulag Garðabæjar í ljósi samkomulags um svæðisskipulag og borgarlínu. Umræðan á síðasta bæjarstjórnarfundi gaf það reyndar ekkert sérstaklega til kynna, þegar ég hóf umræðu um borgarlínu og það mikilvæga hlutverk sem sveitarfélögin gegna til að leysa það verkefni farsællega. Ég mátti því með nokkurri vissu frekar eiga von á hinum þekktu ólýðræðislegu vinnubrögðum meirihlutans í Garðabæ og hvernig þeir fara með skattfé íbúanna. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Samgöngur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér viðamikinn sáttmála um skipulagsmál sem er samofin við eina umfangsmestu innviðauppbyggingu almenningssamgangna sem sést hefur og felst í tilkomu Borgarlínu. Hvernig sveitarfélögin skipuleggja umhverfi sitt er mjög stórt samfélagsmál, því skipulagsmálin stýra því hvernig umhverfið birtist okkur og hverjum það er ætlað. Í því ljósi var áhugavert að verða vitni að vinnubrögðum Sjálfstæðismanna í Garðabæ á bæjarráðsfundi sl. þriðjudag. Þar sem hjartað raunverulega slær Höfuðborgarsvæðið allt hefur sett sér stefnu í svæðisskipulagi um uppbyggingu hverfa sem byggir á þéttingu byggðar til stuðnings Borgarlínu. Á sama tíma velja Sjálfstæðismenn í Garðabæ að setja allt kapp á að koma lóðum í sölu á nýju svæði sem rúma allt að 30 einbýlishús. Svæði sem í dag hefur engar tengingar við önnur hverfi. Það er mikilvægt að Garðabær bjóði upp á fjölbreytt búsetuform og næg einbýli fyrir fólk sem hingað vill koma. En að forgangsraða uppbyggingu hverfis sem telur að hámarki 30 einbýlishús er í hrópandi ósamræmi við það svæðisskipulag sem gildir samkomulag um á milli sveitarfélaganna. Garðbæingar hljóta að spyrja sig hvort þetta sé í takt við sameiginlega sýn höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins? Er það skynsamlegt að fara í innviðauppbyggingu fyrir svo lítið hverfi? Er það besta nýtingin á þessu svæði að það nýtist helst fáum fjölskyldum? Skipulagið sem nefnt er Garðahverfi, er frá árinu 2013. Á landsvæði þar sem mikið af fornminjum má finna, auk þess sem náttúrufegurðin er óviðjafnanleg. Svæði sem ætti að nýtast sem flestum og helst sem náttúruparadís. En meðal meirihlutans þykir engin ástæða til að endurskoða tæplega 10 ára gamalt skipulag í takt við ákall tímans og þeirrar þróunar sem verið hefur. Lýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans í hnotskurn Sama dag og klukkutíma kynning á skipulagi Garðahverfis fór fram í bæjarráði, þessum útúrdúr úr skipulagi Garðabæjar, barst bæjarfulltrúum tillaga um að fela umhverfis- og tæknisviði að hefja skipulagsvinnu á rammahluta aðalskipulags á þróunarsvæði A, Lyngás, Miðbær og yfir Hafnarfjarðarveg. Brýnt verkefni, sem byggir á verðlaunatillögu frá árinu 2016. Á þessu svæði verður stoppistöð Borgarlínu og tengingar við Strætó. Eins og fram kemur í greinargerðinni skiptir máli að hafa á svæðinu fjölbreytta starfsemi og fjölbreytt íbúðahúsnæði, gott aðgengi fyrir fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými. Skipulag miðkjarna Garðabæjar mun skipta alla bæjarbúa miklu að heppnist vel og því hefði tímanum í bæjarráði óhjákvæmilega verið betur varið í kynningu á þessu verkefni, sem raunverulega er framundan, fremur en þessu hliðarverkefni sem bæjarstjóranum virðist meira annt um. Tillaga hefur nú verið lögð fram um að hefja undirbúning fyrir þessar viðamiklu framkvæmdir án þess að nokkur kynning á gögnum hafi átt sér stað né heldur liggi fyrir upplýsingar um hvaða gögn eru til. Engar upplýsingar um ábatamat eða hvort það hafi verið gert. „Ég lif’ í voninni” Ég vissulega bjó með þá von í brjósti að meirihlutinn tæki við sér og sæi ljósið um hversu mikilvægt það er að ræða þróun og skipulag Garðabæjar í ljósi samkomulags um svæðisskipulag og borgarlínu. Umræðan á síðasta bæjarstjórnarfundi gaf það reyndar ekkert sérstaklega til kynna, þegar ég hóf umræðu um borgarlínu og það mikilvæga hlutverk sem sveitarfélögin gegna til að leysa það verkefni farsællega. Ég mátti því með nokkurri vissu frekar eiga von á hinum þekktu ólýðræðislegu vinnubrögðum meirihlutans í Garðabæ og hvernig þeir fara með skattfé íbúanna. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun