Öll á sömu línunni? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 4. mars 2021 07:31 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér viðamikinn sáttmála um skipulagsmál sem er samofin við eina umfangsmestu innviðauppbyggingu almenningssamgangna sem sést hefur og felst í tilkomu Borgarlínu. Hvernig sveitarfélögin skipuleggja umhverfi sitt er mjög stórt samfélagsmál, því skipulagsmálin stýra því hvernig umhverfið birtist okkur og hverjum það er ætlað. Í því ljósi var áhugavert að verða vitni að vinnubrögðum Sjálfstæðismanna í Garðabæ á bæjarráðsfundi sl. þriðjudag. Þar sem hjartað raunverulega slær Höfuðborgarsvæðið allt hefur sett sér stefnu í svæðisskipulagi um uppbyggingu hverfa sem byggir á þéttingu byggðar til stuðnings Borgarlínu. Á sama tíma velja Sjálfstæðismenn í Garðabæ að setja allt kapp á að koma lóðum í sölu á nýju svæði sem rúma allt að 30 einbýlishús. Svæði sem í dag hefur engar tengingar við önnur hverfi. Það er mikilvægt að Garðabær bjóði upp á fjölbreytt búsetuform og næg einbýli fyrir fólk sem hingað vill koma. En að forgangsraða uppbyggingu hverfis sem telur að hámarki 30 einbýlishús er í hrópandi ósamræmi við það svæðisskipulag sem gildir samkomulag um á milli sveitarfélaganna. Garðbæingar hljóta að spyrja sig hvort þetta sé í takt við sameiginlega sýn höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins? Er það skynsamlegt að fara í innviðauppbyggingu fyrir svo lítið hverfi? Er það besta nýtingin á þessu svæði að það nýtist helst fáum fjölskyldum? Skipulagið sem nefnt er Garðahverfi, er frá árinu 2013. Á landsvæði þar sem mikið af fornminjum má finna, auk þess sem náttúrufegurðin er óviðjafnanleg. Svæði sem ætti að nýtast sem flestum og helst sem náttúruparadís. En meðal meirihlutans þykir engin ástæða til að endurskoða tæplega 10 ára gamalt skipulag í takt við ákall tímans og þeirrar þróunar sem verið hefur. Lýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans í hnotskurn Sama dag og klukkutíma kynning á skipulagi Garðahverfis fór fram í bæjarráði, þessum útúrdúr úr skipulagi Garðabæjar, barst bæjarfulltrúum tillaga um að fela umhverfis- og tæknisviði að hefja skipulagsvinnu á rammahluta aðalskipulags á þróunarsvæði A, Lyngás, Miðbær og yfir Hafnarfjarðarveg. Brýnt verkefni, sem byggir á verðlaunatillögu frá árinu 2016. Á þessu svæði verður stoppistöð Borgarlínu og tengingar við Strætó. Eins og fram kemur í greinargerðinni skiptir máli að hafa á svæðinu fjölbreytta starfsemi og fjölbreytt íbúðahúsnæði, gott aðgengi fyrir fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými. Skipulag miðkjarna Garðabæjar mun skipta alla bæjarbúa miklu að heppnist vel og því hefði tímanum í bæjarráði óhjákvæmilega verið betur varið í kynningu á þessu verkefni, sem raunverulega er framundan, fremur en þessu hliðarverkefni sem bæjarstjóranum virðist meira annt um. Tillaga hefur nú verið lögð fram um að hefja undirbúning fyrir þessar viðamiklu framkvæmdir án þess að nokkur kynning á gögnum hafi átt sér stað né heldur liggi fyrir upplýsingar um hvaða gögn eru til. Engar upplýsingar um ábatamat eða hvort það hafi verið gert. „Ég lif’ í voninni” Ég vissulega bjó með þá von í brjósti að meirihlutinn tæki við sér og sæi ljósið um hversu mikilvægt það er að ræða þróun og skipulag Garðabæjar í ljósi samkomulags um svæðisskipulag og borgarlínu. Umræðan á síðasta bæjarstjórnarfundi gaf það reyndar ekkert sérstaklega til kynna, þegar ég hóf umræðu um borgarlínu og það mikilvæga hlutverk sem sveitarfélögin gegna til að leysa það verkefni farsællega. Ég mátti því með nokkurri vissu frekar eiga von á hinum þekktu ólýðræðislegu vinnubrögðum meirihlutans í Garðabæ og hvernig þeir fara með skattfé íbúanna. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Samgöngur Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér viðamikinn sáttmála um skipulagsmál sem er samofin við eina umfangsmestu innviðauppbyggingu almenningssamgangna sem sést hefur og felst í tilkomu Borgarlínu. Hvernig sveitarfélögin skipuleggja umhverfi sitt er mjög stórt samfélagsmál, því skipulagsmálin stýra því hvernig umhverfið birtist okkur og hverjum það er ætlað. Í því ljósi var áhugavert að verða vitni að vinnubrögðum Sjálfstæðismanna í Garðabæ á bæjarráðsfundi sl. þriðjudag. Þar sem hjartað raunverulega slær Höfuðborgarsvæðið allt hefur sett sér stefnu í svæðisskipulagi um uppbyggingu hverfa sem byggir á þéttingu byggðar til stuðnings Borgarlínu. Á sama tíma velja Sjálfstæðismenn í Garðabæ að setja allt kapp á að koma lóðum í sölu á nýju svæði sem rúma allt að 30 einbýlishús. Svæði sem í dag hefur engar tengingar við önnur hverfi. Það er mikilvægt að Garðabær bjóði upp á fjölbreytt búsetuform og næg einbýli fyrir fólk sem hingað vill koma. En að forgangsraða uppbyggingu hverfis sem telur að hámarki 30 einbýlishús er í hrópandi ósamræmi við það svæðisskipulag sem gildir samkomulag um á milli sveitarfélaganna. Garðbæingar hljóta að spyrja sig hvort þetta sé í takt við sameiginlega sýn höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins? Er það skynsamlegt að fara í innviðauppbyggingu fyrir svo lítið hverfi? Er það besta nýtingin á þessu svæði að það nýtist helst fáum fjölskyldum? Skipulagið sem nefnt er Garðahverfi, er frá árinu 2013. Á landsvæði þar sem mikið af fornminjum má finna, auk þess sem náttúrufegurðin er óviðjafnanleg. Svæði sem ætti að nýtast sem flestum og helst sem náttúruparadís. En meðal meirihlutans þykir engin ástæða til að endurskoða tæplega 10 ára gamalt skipulag í takt við ákall tímans og þeirrar þróunar sem verið hefur. Lýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans í hnotskurn Sama dag og klukkutíma kynning á skipulagi Garðahverfis fór fram í bæjarráði, þessum útúrdúr úr skipulagi Garðabæjar, barst bæjarfulltrúum tillaga um að fela umhverfis- og tæknisviði að hefja skipulagsvinnu á rammahluta aðalskipulags á þróunarsvæði A, Lyngás, Miðbær og yfir Hafnarfjarðarveg. Brýnt verkefni, sem byggir á verðlaunatillögu frá árinu 2016. Á þessu svæði verður stoppistöð Borgarlínu og tengingar við Strætó. Eins og fram kemur í greinargerðinni skiptir máli að hafa á svæðinu fjölbreytta starfsemi og fjölbreytt íbúðahúsnæði, gott aðgengi fyrir fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými. Skipulag miðkjarna Garðabæjar mun skipta alla bæjarbúa miklu að heppnist vel og því hefði tímanum í bæjarráði óhjákvæmilega verið betur varið í kynningu á þessu verkefni, sem raunverulega er framundan, fremur en þessu hliðarverkefni sem bæjarstjóranum virðist meira annt um. Tillaga hefur nú verið lögð fram um að hefja undirbúning fyrir þessar viðamiklu framkvæmdir án þess að nokkur kynning á gögnum hafi átt sér stað né heldur liggi fyrir upplýsingar um hvaða gögn eru til. Engar upplýsingar um ábatamat eða hvort það hafi verið gert. „Ég lif’ í voninni” Ég vissulega bjó með þá von í brjósti að meirihlutinn tæki við sér og sæi ljósið um hversu mikilvægt það er að ræða þróun og skipulag Garðabæjar í ljósi samkomulags um svæðisskipulag og borgarlínu. Umræðan á síðasta bæjarstjórnarfundi gaf það reyndar ekkert sérstaklega til kynna, þegar ég hóf umræðu um borgarlínu og það mikilvæga hlutverk sem sveitarfélögin gegna til að leysa það verkefni farsællega. Ég mátti því með nokkurri vissu frekar eiga von á hinum þekktu ólýðræðislegu vinnubrögðum meirihlutans í Garðabæ og hvernig þeir fara með skattfé íbúanna. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun