Handbolti

Kvaddi Aftureldingu með fimm mörkum og ellefu stoðsendingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Bragi Ástþórsson er kominn aftur til Hauka.
Guðmundur Bragi Ástþórsson er kominn aftur til Hauka. vísir/hulda margrét

Haukar, topplið Olís-deildar karla, hefur kallað Guðmund Braga Ástþórsson til baka úr láni frá Aftureldingu.

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, staðfesti þetta í samtali við handbolta.is eftir stórsigur liðsins á Gróttu í gær, 27-15.

Guðmundur kvaddi Aftureldingu með sannkölluðum stórleik en hann skoraði fimm mörk og gaf ellefu stoðsendingar í öruggum sigri liðsins á Þór á Akureyri í gær, 24-36.

Guðmundur lék sex leiki með Aftureldingu og skoraði í þeim 26 mörk og gaf 27 stoðsendingar.

Meiðsli herja á leikmannahóp Hauka en þeir Darri Aronsson og Geir Guðmundsson eru frá og þá hafa Heimir Óli Heimisson og Atli Már Báruson einnig glímt við meiðsli.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Óvæntu stjörnurnar í Olís-deildinni

Eins og venjulega hafa nokkrir leikmenn, sem voru nokkuð óþekktar stærðir fyrir tímabilið, komið á óvart og skotist upp á stjörnuhiminn Olís-deildar karla í handbolta. Vísir fer yfir óvæntu stjörnur Olís-deildarinnar á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.