Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2021 22:21 Halldór hefur áhyggjur af miklu álagi í Olís-deildinni. vísir/hulda margrét Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. „Þetta var hrikalega erfitt kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. „Gummi meiðist hérna í upphitun og við erum með eitthvað plan sem er farið strax 20 mínútum fyrir leik. Strákarnir voru bara frábærir við erfiðar aðstæður og spiluðu virkilega góðan leik. Stjarnan setti mikla pressu á okkur og nýttu sér sína styrkleika vel, en við gerðum það líka og ég er virkilega stoltur af strákunum.“ Halldór hafði ekki góðar fréttir að færa af Guðmundi og talaði um mikið leikjaálag. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst.“ Halldór var mjög ánægður með hvernig hans strákar tækluðu þetta verkefni í ljósi þess að einn af þeirra betri leikmönnum hafði meiðst í upphitun. „Við gerðum auðvitað nokkra feila í lokin, kannski voru menn orðnir þreyttir, Einar Sverris meiddur, Gummi meiddur og Ísak meiddur en við urðum bara að gefa allt í þetta. Frábært að vinna með einu marki og fá tvö stig í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Ég hefði verið hundfúll að fá bara eitt stig, hvað þá ekki neitt stig.“ „Við fáum á okkur 28 mörk, þeir spila sjö á sex stóran hluta leiksins en við erum að skora 29 mörk og þeir spila þrjú mismunandi varnarafbrigði þannig að ég get ekki verið annað en sáttur,“ sagði Halldór Jóhann. Næsti leikur Selfoss er fyrir norðan gegn KA og Halldór fór aðeins yfir þann leik. „Ég vonast til að Einar geti spilað, en ég er ekkert alveg viss um það. Við tökum enga sénsa, það getur bara skapað fjórar til sex vikur í viðbót í meiðslum þannig að við ætlum að hugsa um velferð leikmannana. Þetta verður erfiður leikur, KA liðið er búið að vera frábært í vetur og ég þekki KA heimilið vel og ég veit að þar verður fólk til að styðja sitt lið en við ætlum bara að gera okkar besta þar og undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfitt kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. „Gummi meiðist hérna í upphitun og við erum með eitthvað plan sem er farið strax 20 mínútum fyrir leik. Strákarnir voru bara frábærir við erfiðar aðstæður og spiluðu virkilega góðan leik. Stjarnan setti mikla pressu á okkur og nýttu sér sína styrkleika vel, en við gerðum það líka og ég er virkilega stoltur af strákunum.“ Halldór hafði ekki góðar fréttir að færa af Guðmundi og talaði um mikið leikjaálag. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst.“ Halldór var mjög ánægður með hvernig hans strákar tækluðu þetta verkefni í ljósi þess að einn af þeirra betri leikmönnum hafði meiðst í upphitun. „Við gerðum auðvitað nokkra feila í lokin, kannski voru menn orðnir þreyttir, Einar Sverris meiddur, Gummi meiddur og Ísak meiddur en við urðum bara að gefa allt í þetta. Frábært að vinna með einu marki og fá tvö stig í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Ég hefði verið hundfúll að fá bara eitt stig, hvað þá ekki neitt stig.“ „Við fáum á okkur 28 mörk, þeir spila sjö á sex stóran hluta leiksins en við erum að skora 29 mörk og þeir spila þrjú mismunandi varnarafbrigði þannig að ég get ekki verið annað en sáttur,“ sagði Halldór Jóhann. Næsti leikur Selfoss er fyrir norðan gegn KA og Halldór fór aðeins yfir þann leik. „Ég vonast til að Einar geti spilað, en ég er ekkert alveg viss um það. Við tökum enga sénsa, það getur bara skapað fjórar til sex vikur í viðbót í meiðslum þannig að við ætlum að hugsa um velferð leikmannana. Þetta verður erfiður leikur, KA liðið er búið að vera frábært í vetur og ég þekki KA heimilið vel og ég veit að þar verður fólk til að styðja sitt lið en við ætlum bara að gera okkar besta þar og undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Sjá meira